Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 59

Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 59
59 Sagnafrœðinni veitti ekkert af nokkrum stundum í viðbót, en næst standa lifandi málin til að verða aðalerfingjar þeirra dauðu. Margir, bæði lærðir og ólærðir, hafa fengið óbeit á allri mál- fræði og vantraust á henni og þýðingu hennar fyrir uppeldið. Það þarf nú ekki að furða sig á því, þegar þess er gætt, að þeir eiga við það andlausa málmyndastagl, þann steingerða þululestur og rjettritunarstaut, sem á sjer stað í kennslu dauðu málanna; frá þeim hefur þessi sama ótæka kennsluaðferð breiðzt út, og verið viðhöfð bæði í móðurmálinu og hinum málunum; hún hefur hvílt á þeirn eins og martröð. En þetta þarf ekki og má ekki lengur vera svo. Kennsluaðferðin í nýju málunum er nú komin i það horf og hefur fengið þá undirstöðu, að þau eru full- búin til að taka við því sæti, sem gömlu málin um langan aldur hafa verið illa fær um að gegna. Hjer er ekki rúm til að dvelja nánar við kosti og ókosti aðferðanna, hvorrar fyrir sig, jeg verð að eins að láta mjer nægja með að fullyrða yfirburði hinnar nýrri. — Hvað málin snertir, liggja þyngri kvaðir á smáþjóðunum en á þeim stærri. Danir verða þannig að læra 3 nýju málin auk móðurmálsins; vjer Islendingar verðurn að læra þau fjögur. Eptir því, sem viðskipti vor og sanrgöngur við önnur lönd aukast, verður æ tilfinnanlegri þörfin á að geta talað mál þeirra manna, sem vjer komurn mest saman við. Nýju málin eru líka engu síður en gufuskip og járnvegir, en að sínu leyti eins, brautir að andlegum og veraldlegum gæðum og fjársjóðum hinna þjóðanna. En ef kennslan í þeim á í sannleika að verða notasæl og ná til- gangi sínum, dugir hvorki að leggja einn eða tvo tíma á viku til þeirra, heldur mega þeir vera fæstir þrír til hvers máls. Danska og enska ættu að minni hyggju að vera aðalmál skólans næst eptir móðurmálið; þau ættu að standa jafnfætis og kennast í öllum bekkjum skólans þannig, að piltar yrðu leiknir í að tala og rita þessi mál. I efstu bekkjunum ættu þeir að kynnast að- alatriðum bókmenntasögu þeirra þjóða og þýðingarmestu riturn. Þessu næst er sjálfsagt að skipa þýzku. bnmsku fæ jeg að eins komið fyrir á horninu með sarna stundatali, sem nú. Skilyrðið fyrir því, að öll þessi málakennsla verði að notum í raun og veru, er það, að kennararnir sjálfir kunni að tala rnálin, en þá er jeg ekki í efa um, að þeir geti kennt piltunum það. Það þarf nú ekki i rnörg horn að líta til að finna, hvaðan á að taka þann tíma, sem nú er skortur á. G'ómlu málin verða að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.