Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Side 61

Eimreiðin - 01.01.1895, Side 61
vorum á menntamálum landsins yfir höfuð, og að þeir fiiina til þeirrar þungu ábyrgðar, sem á þeim hvílir. Árósum þ. 28. apr. 1895. Svb. Sveinbjörnsson. Hafnarlíf. 1. Til að fullnægja þörfum mannkynsins ganga vöruflutningslestir frarn og aptur um löndin og hlaðnar ferjur yfir höfin og með ströndum fram. Til og frá eiga ferðalangar þessir sjer áfangastaði, er þeir taka ofan bagga sína og leggja fleytum sinum. Taka þar aðrir við af þeim, og gengur svo koll af kolli. Umhverfis áfangastaði þessa risa von bráðar þorp og borgir, en við sjálfa aðalþjóðbrautina á hvert land sjer aðaláfangastað. Renna þar saman straumar úr ýmsum áttum og mynda nokkurs konar hringiðu. Flykkjast þangað hópum saman menn af ýmsu tagi, kaupmenn, skraddarar, skóarar, járn- og trjesmiðir, lista- og visindamenn, sómamenn og sótraptar, því þar er hægur nærri með flest. Allur fjöldi þess, er landið á bæði bezt og verst, sogast hjer inn í hringiðuna og mengast þvi, er frá öðrum löndum kemur. Ægir þar öllu saman og skýtur sumu upp, en hitt sekkur til grunns. Er svo blöndunni síðar meir veitt út um landið eins og frjóvgandi vökva yfir flæðiengi. Á þennan hátt er því varið með allar höfuðborgir heimsins. Þetta er og hlutverk það, sem ætlað er KAUPMANNAHÖFN að því er Danmörku snertir. Kaupmannahöfn liggur þar er mætast Eyrarsund og Eystrasalt, og er þar gott til aðflutninga allra, eigi sizt frá löndum þeim, er að Eystra- salti liggja. Verður borgin á vegi skipa þeirra, er ganga um þær slóðir og er það stór hagnaður. Reka þar við árlega 12—-14 þúsundir hafskipa. Fyrr á öldum urðu farmenn allir að gjalda þar sundfarartoll, er var ein af aðalauðsuppsprettum Kaupmannahafnar, en 1857 ljetu Danir til leiðast að fella niður þá kröfu gegn þvi, að þeim væru eitt skipti fyrir öll goldnar 3 5 miljónir ríkisdala. Hafa skipagöngurnar átt mikinn þátt i þvi að borgin vex ár .frá ári og er í hinum mesta uppgangi. Tekur hún j'fir mikið svæði og mun þar nú vera nær hálfri miljón ibúa1. Stór- bæjarbragur er þar á öllu, enda láta bæjarbúar eigi sitt eptir liggja að efla allt i þá átt og semja þeir sig í öllu að siðurn stórþjóða. Hafa þeir varið ærnu fje til stórhýsa og tií og frá um bæinn liggja trjáplöntuð skemmtisvæði og viðsVegar standa höggmyndir bænum til prýðis, en ibúum til ununar. Fyrir sakir viðáttu bæjarins eru vagnar til taks nær vera skal og skussa þeir bæjarbúa fram og aptur gegn vægu gjaldi, þvi flestum fer svo, að þeir trjenast upp á því að arka endanna á milli. 1 Þann 1. febr. 1895 var íbúatalan rúmlega 400,000 manna. — RITSTJ.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.