Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 72

Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 72
Vorkvæði. (Fyrir minni Islands.) Þegar flýgur fram á sjá fagra vorið bráðum, margar kveðjur Island á undir vængjum báðum; blóm á engi, álf við foss ætlar það að finna, þá fær hver sinn heita koss Hafnar-vina sinna. Syngdu, vor, með sætum róm, syngdu um holt og móa, hvar sem lítið lautar blóm langar til að gróa; færðu þeim þar föngin sín full af sumargjöfum; — kær er öllum koma þín, kærust norðr i höfum. Eyjan vor er engum köld, er þú brosa lætur hennar morgna, hennar kvöld, hennar ljósu nætur. Hún á okkar heita blóð, hún hefur okkur borið til að elska líf og ljóð, ljósið, frelsið, vorið. Morgunvers. Glatt úr öllum áttum óma sæla rómar merkur-þjóð á meiði, már á ljettri báru, af því glæst við austur unnir fjarrar runnin málar mæra sólin mjöll á Ránar fjöllum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.