Eimreiðin - 01.01.1895, Page 73
Litla skáld á grænni grein.
Lit laskáld á grænni grein,
gott er þig að finna;
söm eru lögin, sæt og hrein,
sumarkvæða þinna.
Við þinn ljetta unaðsóð
er svo ljúft að dreyma;
það eru sömu sumarljóð,
sem jeg vandist heima.
Jeg ætla’ að liða langt í dag
laus úr öllum böndum,
meðan þú syngur sumarlag
Sjálands fögru ströndum.
Láttu hljóma hátt og skært
hreina’ og mjúka strengi —
svo mig dreymi, dreymi vært,
dreymi rótt og lengi.
Jeg ætla’ að heilsa heim frá þjer
Hlíðinni minni vænu;
hún er nú að sauma sjer
sumarklæðin grænu.
Niðrb um engjar, uppi’ um hlíð,
yrkja’ á hörpur skærar
sumarljóðin Ijett og blíð
lindir silfurtærar.
Þær verð jeg að faðma fyrst
fyrir margt eitt gaman:
við höfum sungið, við höfum kysst,
við höfum dansað saman.
Þar mun lika lifna’ á ný
litur bleikra kinna
hinum bláu augum í
æskusystra minna.