Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Page 73

Eimreiðin - 01.01.1895, Page 73
Litla skáld á grænni grein. Lit laskáld á grænni grein, gott er þig að finna; söm eru lögin, sæt og hrein, sumarkvæða þinna. Við þinn ljetta unaðsóð er svo ljúft að dreyma; það eru sömu sumarljóð, sem jeg vandist heima. Jeg ætla’ að liða langt í dag laus úr öllum böndum, meðan þú syngur sumarlag Sjálands fögru ströndum. Láttu hljóma hátt og skært hreina’ og mjúka strengi — svo mig dreymi, dreymi vært, dreymi rótt og lengi. Jeg ætla’ að heilsa heim frá þjer Hlíðinni minni vænu; hún er nú að sauma sjer sumarklæðin grænu. Niðrb um engjar, uppi’ um hlíð, yrkja’ á hörpur skærar sumarljóðin Ijett og blíð lindir silfurtærar. Þær verð jeg að faðma fyrst fyrir margt eitt gaman: við höfum sungið, við höfum kysst, við höfum dansað saman. Þar mun lika lifna’ á ný litur bleikra kinna hinum bláu augum í æskusystra minna.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.