Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Side 79

Eimreiðin - 01.01.1895, Side 79
79 Rannsóknir Bruun’s hafa þannig sannað, að óhætt er að trúa sögunum okkar í þessu efni, og svo mun optar reynast, að þær eru áreiðanlegri, en margir út- lendingar halda. FERÐASÖGUR FRÁ ÍSLANDI. Ýrnsir af útlendingum þeim, sem ferðuð- ust heima á Islandi síðastliðið surnar (1894), hafa skrifað þaðan ferðasögur. Holdsveikislæknirinn dr. Ehlers skrifaði rnörg og löng ferðabrjef í Khafnarblaðið »Nationaltidende«, og ljet hann þar rnikið af íslenzkri náttúrufegurð, einkum norðanlands. Aptur var lýsing lians á hýbýlaháttum og mataræði íslendinga næsta ófögur og öfgum blandin. Þó kvað enn meira að því í fyrirlestrum, er hann hjelt hjer i Höfn um ferð sína, og nokkrum öðrum ritgerðum, er hann birti í dönskum tímaritum (»Hospitalstidende«, »Ugeskrift for Lœgen o. s. ffv.). Var öfgum hans svarað af Islendinga hálfu og spruttu af því töluverðar ritdeilur, sem kunnugt er orðið af íslenzkum blöðum. Allt annar blær er á ferðasögu, er hinn kaþólski prestur, landi vor síra Jón Sveinsson, hefur birt í vNordisk Ugeblad for katholske Kristne« (1894, nr. 45—52 og 1895, nr. 1—3). Er hið mesta yndi að lesa lýsingu hans, sem bæði ber vott um einskæra sannleiksást og staka góðgirni. Frásögn hans er líka að þvf leyti einkennileg, að hann segir frá ýrnsum smámunum, sem fæstum mundi detta í hug að taka frarn, en sem útlendingar, er ekkert þekkja til íslenzkra staðhátta, þykir gaman að fá að vita. Önnur útgáfa af ferðasögu þessari á að koma út í tfma- ritinu »Museum« (ritstjórar A. Hovgaard o. fl.) og verður hún þar prýdd mvndum. Það mun og von á frakkneskri og þýzkri þýðingu af henni eptir höfundinn sjálfan. í þýzka tímaritinu “Stangen’s illustrirte Reise- und Verkehrs Zeitung« (15. okt. 1894, bls. 210—212) er og ferðasaga írá íslandi og Færeyjum eptir einn af Þjóð- verjum þeim, er ferðuðust heirna á Islandi í fyrra sumar (Torstrick kallar hann sig, hvort sem það er hans rjetta nafn eða uppgerðarheiti). Er sú frásögn heldur laglega samin og prýdd nokkrum snotrum myndum. ÍSLENZKIR SKÓLAR. Um íslenzkar kennslustofnanir og sögu þeirra og enn fremur lagaskóla og háskólamálsins hefur cand. mag. C. Kúchler ritað langa og allffóðlega grein í þýzka tímaritið pAcademische Revuei (Jan. 1895, bls. 200— 206). Er hann mjög hlyntur háskólamálinu, en auðsjeð, að hann þekkir ekki nógu vel til, hver skilyrði eru fyrir hendi á íslandi til þess, að nokkur von sje um að háskóli geti komizt þar á stofn í nánustu framtíð. MYNDIR FRÁ ÍSLANDI 150 að tölu (af stöðum, húsum, ferðalagi 0. fl.) vóru sýndar hjer í Khöfn 9. marz þ. á. Sýndi þær þýzkur maður dr. Cahnheim, en dr. Ehlers las upp texta til skýringar, er dr. Cahnheim hafði samið. Myndimar vóru sýndar með ljósvjel á stóru veggtjaldi og mun mörgum hafa þótt góð skemmtun. Dr. Cahnheim hefur sýnt sömu myndirnar vfða á Þýzkalandi, og er eigi ólíklegt að það geti stutt að því, að vekja ferðahug f mönnum og örva löngun þeirra til að ferðast til íslands. NÝJAR VJELAR TIL ÍSLANDS. Björn porldhsson snikkari (frá Munað- arnesi), sem dvalið hefur erlendis í vetur, sumpart hjer í Danmörku og sumpart í Noregi, til þess að kynna sjer ullariðnað, einkum spuna- og kembingarvjelar, ætlar nú að reisa iðnaðarhús við Elliðaárnar í grennd við Reykjavik og nota vatnsafl í fossi í ánum til þess að reka vjelamar. Hann flytur og heim til ís- lands bæði sldttu- og rakstrarvjelar, er hann sá í Noregi, og sem honum virtist að nota mætti á íslandi. Sláttuvjelin kostar heim flutt til íslands um 230 kr. Með henni má slá hjer um bil eins snöggt og vera vill, þvi ljáinn má láta liggja bæði nærri og fjarri. Hana má og nota, þótt votlent sje, bratt til muna og eins í

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.