Eimreiðin - 01.01.1899, Page 69
69
hafa verið birtir almenningi i blaðinu »ísafold« (XXV, 73). Af
þessu ráðgjafabréfi getur hver maður séð, að því fer svo fjarri, að
stjórnin skoði hinar framboðnu umbætur sem fullnaðarúrslit, að
hún einmitt gerir ráð fyrir hinu gagnstæða. Hún skoðar tilboð
sitt að eins sem friðarsamning, er stefni til vopnahlés »að minsta
kosti fyrst um sinn«. En hvort þessi friðarsamningur verði látinn
standa lengur eða skemur, verði að vera komið undir því, hvernig
hið nýja fyrirkomulag reynist í framkvæmdinni. Reynist það vel,
geti samningurinn ef til vill orðið til frambúðar; en rejmist það
aftur á móti illa, verði baráttan auðvitað hafin af n'ýju og þá
gerðar þær frekari breytingar, er nauðsyn þyki til. Eað er því
öðru nær, en að nokkurri loku sé skotið fyrir frekari umbætur
síðar meir, þó stjórnartilboðið sé þegið; enda er það og auðsætt,
að þar sem samvinnan milli þings og stjórnar yrði margfalt nánari
eftir hinu nýja fyrirkomulagi, en hún hefir verið hingað til, þá
mundu líkindin aukast að sama skapi fyrir því, að kröfum þings-
ins yrði sint, jafnt í þessu sem öllum öðrum málum.
3. pingeta ráðgjafans. Því var af sumum haldið fram á
alþingi síðast, að þar sem að eins ætti að veita ráðgjafanum »heim-
ild« til að sitja á alþingi, en ekki skylda hann til að gera það, þá
væri engin trygging fyrir því, að hann nokkurn tíma mætti þar.
Það mætti þvert á móti búast við, að hann hefði þar stöðugan
(»permanent«) fulltrúa, en kæmi þar aldrei sjálfur. En þetta er
bygt á heíberum misskilningi. Tryggingin er alveg hin sama, eins
og hún nú er fyrir því, að landshöfðinginn mæti á alþingi. Sú
grein, er hér er um að ræða (34. gr. stjskr.), á sem sé að halda
sér alveg óbreytt að öllu öðru en því, að í staðinn fyrir orðið
»landshöfðingi« í henni á að koma orðið »ráðgjafi«. Að öðru
leyti eiga ákvæði hennar að vera öll hin sömu og nú. En nú er
það af öllum álitin hrein og bein embættisskylda landshöfðingjans,
að mæta á alþingi, og eins hinna dönsku ráðgjafa, að mæta á
ríkisþinginu, þótt engin skipun, heldur »heimildin« ein, sé fyrir
því í núverandi stjórnarskrá vorri (fyrir landshöfðingjann) og í
grundvallarlögum Dana (fyrii hina dönsku ráðgjafa). Sama hlyti
að gilda um ráðgjafa vorn, úr því að ákvæðin eru hin sömu. Af
þeim köflum úr bréfi ráðgjafans til landshöfðingja 31. maí 1897,
er birtir hafa verið, má og sjá, að það er einnig skoðun stjórnar-
innar, að um leið og ráðgjafanum sé veitt heimild til að sitja á