Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 16
16
»í aðalatriðunum virðist skólafyrirkomulag Maðvígs hafa hitt
hið rétta, eftir því sem um var að gera um þær mundir. En
síðan hefur margt breyzt svo stórkostlega, að ekki getur komið
til greina, að taka það fyrirkomulag upp aftur í sömu mynd.
Náttúruvísindin gera nú langt um meiri kröfur til
kenslunnar1, af því að framfarirnar í þeim hafa orðið langt
um meiri, og kröfur þeirra eru nú líka orðnar með öðru móti
en þá. Aður virtist nauðsynlegt, að láta stærðfræðina vera þunga-
miðju kenslunnar í þessum fræðum, en nú — eftir að menn hafa
fundið lögin fyrir myndbreyting kraftanna, stærstu uppgötvun
þessarar aldar,— hlýtur eðlisfræðin, og þá einkum aflfræðin
(sá hluti eðlisfræðinnar, er bezt lýsir hinum mikilvægustu grund-
vallarlögum), að verða þungamiðjan og skipa öndvegissæti í skól-
unum meðal hinna fremstu námsgreina. En eðlisfræðin útheimtir
aftur óhjákvæmilega kenslu í stærðfræði, sem engan veginn má
minni vera, en hún var samkvæmt skólafyrirkomulagi Maðvigs.
Til þess að kenslan í þessum tveimur námsgreinum geti orðið
viðunandi i efstu bekkjunum, verður að ætla þeim töluvert fleiri
kenslustundir. Að ætla sér að fara að bæta fáeinum stundum við
þær, má skoða sem þeim sé eytt til ón^His. Hins vegar hefur
tvískiftingin gert þá höfuðbreyting á hinum lærða skóla, að nýju
málin hafa komist að i efstu bekkjunum, er þau voru
útilokuð frá fram að 1871; og þeim verður ekki framar
útrýmt þaðan, enda á ekki undir neinum kringum-
stæðum að útrýma þeim. Það er ómögulegt vegna bókrnenta
þeirra, sem rituð eru á þessum málum; því í þessum bókmentum
eru ekki að eins skáldrit, heimspeki- og sögurit, sem eru að
minsta kosti jafnmentandi eins og nokkurt fornrit getur verið,
sem menn enn fremur geta haft betri not af, af því bæði málið
og hugsunarhátturinn er oss skyldara, og sem lærisveinarnir
annaðhvort eiga að kynnast þegar í skólanum eða þá að minsta
kosta verða færir um að kynna sér, heldur og — einkum frá
þessari öld — hin þýðingarmestu vísindarit, sem nemendurnir
verða að nota við háskólann. Það er og ómögulegt vegna þess,
hve mjög menn þurfa á því að halda, að geta talað þessi mál, og
í því efni eru þarfirnar nú orðnar miklu meiri, en þær voru um
1 Allar leturbreytingar í þeim köflum, sem eru tilfærðir orðrétt, eru hinar
sömu og í álitsskjali kensluráðsins.