Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 98
98
að reynslan hefir sýnt, að allir eru ekki svo skarpskygnir, að það eitt
nægi, þá þykir oss skylt að láta menn ekki lengur vaða í villu og svíma
um það, »hvert erindi hún (Eimreiðin) sjálf telji sig eiga til þjóðar
vorrar«.
Aðalmarkmið Eimreiðarinnar er að vera fræðandi og skemt-
andi fyrir alla. Petta álítur hún lífsskilyrði fyrir sig, og með því
álítur hún að hún geti líka unnið mest gagn. En nú eru mennirnir
einu sinni (sem betur fer) svo gerðir, að einum þykir gaman að því og
varið i það, sem öðrum þykir einskisvert og hirðir ekkert um. Rit,
sem ætlað er öllum, verður þvi að vera svo margbreytt að efni,
sem frekast er unt. En af þvi leiðir aftur, að það má ekki binda sig
um of við neinn einstakan flokk mála, ekki sizt þegar ritið er lítið.
Auðvitað gæti það með þvi unnið meiri hylli hjá þeim mönnum, sem
hafa áhuga á þessum einstöku málum. En öðrum mundi fátt um finnast
og þykja ritið einhliða og leiðinlegt. Ef ritið ekki nýtur styrks af opin-
beru fé, gæti þá svo farið, að þetta yrði þvi að fjörlesti, og þá yrði
gagn það, er það ynni áhugamálum sínum, minna, heldur en ef það
hefði jafnframt sint öðrum málum. Einmitt af þvi að Eimreiðin á að
vera fyrir allan almenning, þá bindur hún sig ekki við neinn
ákveðinn flokk mála, heldur tekur nokkurn veginn jafnt tillit til
alls og allra. Ró vill hún sérstaklega láta innlendar og útlendar bók-
mentir sitja í fyrirrúmi, bæði af því að þær að öllum jafnaði eiga
nokkurt erindi til allra, og af þvi að þær eru einna mest vanræktar í
öðrum íslenzkum tímaritum og blöðum.
Ef vér eigum að sundurliða betur, hvað Eimreiðin vill, þá er það
einkum þetta:
I. Eimreiðin vill flytja mönnum nýjan íslenzkan skáldskap.
Petta þykist hún hafa sýnt i verkinu með því, að flytja frumort kvœði
eftir Steingrím Thorsteinsson, Matthías Jochumsson, Valdimar Briem,
Porstein Erlingsson, Bjarna Jónsson, Finn Jónsson, Jóhannes Þorkelsson
og Valtý Guðmundsson. Ennfremur með því að flytja frumsamdar sögur
eftir Einar Hjörleifsson, Jónas Jónasson, Gunnstein Eyjólfsson, Guðmund
Friðjónsson, Bjarna Jónsson og Snæ Snæland (Kr. Á. B.). Mun enginn
geta neitað, að hér hafi þeir lagt orð í belg, sem færastir mega teljast
og bezt skáld hjá þjóð vorri. Og þó eitthvað kunni að hafa slæðst
með, sem ekki hefir verið sem fullkomnast, þá virðist oss það ekki svo
mjög tiltökumál, þegar þess er gætt, að Eimreiðin vill lika vera athvarf
fyrir unga efnilega höfunda. »En fár er smiður i fyrsta sinn«.
II. Eimreiðin vill ftytja mönnum sýnishorn af útlendum skáld-
skap. Petta þykist hún hafa sýnt i verkinu með því, að flvtja þýdd
kvaði eftir Goethe, Rúckert, Wergeland, Welhaven, A. Vinje, I. Aasen
og Holger Drachmann. Ennfremur þýddar sögur eftir Juhani Aho, Björn-
stjerne Björnson, Jonas Lie, L. Dilling, V. Stuckenberg, Charles Recolin
og Victor Tissot.
III. Eimreiðin vill fræða menn um islenzkar bókmentir og
sérstaklega gefa gaum að þeim nýjum bókum, er út koma. Þetta þykist
hún hafa sýnt í verkinu með því, að flytja sumpart sérstakar ritgerðir
og sumpart smáritdóma, um íslenzk skáld og alls konar íslenzk rit,
eftir Finn Jónsson, Rorstein Erlingsson, Porstein Gislason, Harald Niels-