Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 111
III
En strönd við straun: er gráðs
Hið stóra móðurbrjóst vors láðs
Með björg og blíðtár mær
Við bura hraustverk kær.
Það í sér alt ber geymt,
Og ei því minsta þar er gleymt,
Frá Hafursfjaröar hríð
Að hinztu skipbrots tið.
Það fann hver horfinn heim,
Sem hafði um viðan farið geim,
Það sárast sérhver fann,
Er sitt land kveðja vann;
Á hafi fann það hver,
Að heill vors lands á sætrjám er;
Þau heimtu’ oss hrós og lán
In hvítu segl um rán.
Og heill sé höldum æ,
Und norsku flaggi er sigla um sæ,
Og hverjum lcssi þeim,
Sem leiðir skip vor heim;
Heill þeim, er fiskjar til
Á bátum róa um ránar hyl;
Heill ljúfri strönd vors lands,
Sem lykur skerja krans.
II. Svissneskur þjóðsöngur.
(Eftir Gottfr. Keller.)
0 mitt ættland kært, ó mitt fósturland!
Heitt eg ann af öllu hjarta þér.
Fegurst rós, þá dauð hver önnur er,
Ilmar þú um lífs mins beran sand.
Fyr eg fór um lönd, fátækt glaður bar,
Móts við kóngs dýrð mat eg fjöll þín há;
Gleymdist hirðprjál, þú varst öll min þrá,
Þú mitt dramb, svo snauður sem eg var.