Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 80
8o
undir rnerki þeirra manna, er hann hafði áður barist á móti. En svo
mikla virðingu hafa menn altaf borið fyrir sannleiksást hans, að honum
hefur aldrei nokkurn tíma verið brigzlað um stefnuskifti sin.
Hinn frægasti og skæðasti mótstöðumaður hans var Beaconsfield lá-
varður og þeir voru ekki einungis andstæðingar í stjórnmálum, — alt
eðlisfar þeirra var gagnstætt sem eldur og vatn. Beaconsfield hafði líka
skift um skoðanir; þegar frjálslyndir menn i Kent vildu eigi kjósa hann
til þings, gjörði hann sér hægt um hönd, fór i annað kjördæmi og þáði
þar kosningu af afturhaldsmönnum. Hann hungraði og þyrsti eftir frægð
og mannaforráðum að sama skapi sem Gladstone elskaði réttlæti og
sannleika. Hann var hinn mesti glæsimaður í framgöngu og sómdi sér
hið bezta í hirðsölum drotningar; Gladstone var maður hispurslaus i
klæðaburði og kunni lítt til hirðsiða og það var meðal annars þess
vegna, að Victoria drotning hafði altaf meiri mætur á Beaconsfield.
Utanrikispólitík þeirra var gjörólik; Gladstone var eins og kunnugt er
altaf talsmaður kúgaðra og okaðra þjóða og hann vildi hvað eftir annað
steypa Englandi í hin mestu vandræði, til þess að rétta hlut þeirra.
Beaconsfield fór ekki að neinu öðru en hagsmunum Englands; hann var
kaldur og tilfinningalaus, eins og sagt er að stjórnmálamenn eigi að vera.
Flestum rithöfundum kemur saman um, að stjórn hans á utanríkismál-
unum hafi verið Englandi miklu heillavænlegri en stjórn Gladstones; og
það er vist alveg satt. En engum kemur til hugar að efast um sið-
ferðislega yfirburði Gladstones.
Sem ræðumenn voru þeir líka hvor öðrum alveg ólikir. Ræður
Beaconsfields voru kjarnorðar, fullar af andagift og »fleygum orðum«,
sem hrifu alla til aðdáunar; hann var meinyrtur og hlífðarlaus við mót-
stöðumenn sína og lét svipuhöggin dynja á þeim, hvenær sem hann sá
þess færi. Ræður Gladstones voru langar, nákvæmar, fullar af röksemd-
um og sannfærandi krafti. Sem ræðumanni hefur honum verið likt við
fallandi foss, sem holar kletta og klungur með afli og þolinmæði.
Gladstone hefur að maklegleikum orðið langfrægastur fyrir afskifti
sin af Irlandsmálum. Irar hafa sjaldnast átt réttsýni eða sanngirni að
fagna, þá er enskir stjórnmálamenn hafa fjallað um mál þeirra; þeir
hafa oftast þurft að berjast móti öllum flokkum á þinginu. Pess vegna
hata þeir Englendinga djúpt og innilega, en Englendingar gjalda þeim
það með kúgun og ofbeldi. Eftir því sem Gladstone varð eldri og
sjóndeildarhringur hans vikkaði, sá hann betur og betur, að Irar mundu
aldrei sætta sig við yfirráð Englendinga, nema kjör þeirra væru bætt og
málefni þeirra sýnt réttlæti. Þess vegna barðist hann fyrir því, að enska
kirkjan væri afnumin sem ríkiskirkja á Irlandi og hafði það mál frarn
1868 og 18 árum síðar bar hinn áttræði öldungur upp frumvarp um,