Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 76
76
einkum er þeir hafa borið það saman við hin löngu stjórnarskrár-
frumvörp benedizkunnar og miðlunarinnar. En þó það sé stutt,
þá er það harla efnisríkt og hefir miklar umbætur í sér fólgnar.
Að sönnu skal það játað, að, ef hin fyrri stjórnarskrárfrumvörp
hefðu verið fáanleg og úr þeim stórgöllum bætt, sem á þeim eru,
þá hefðu umbæturnar í ýmsum greinum orðið meiri eftir þeim.
En það er hvorki nokkur sanngirni né meining í þvi, að bera
stjórnartilboðið saman við það, sem menn hingað til hafa hugsað
sér, en er með ollu ófáanlegt. Menn verða að bera það saman við
það ástand, sem nú er; og þegar það er gert, munu allir sann-
gjarnir menn verða að kannast við, að umbæturnar eru alt annað
en litlar. Hverjar þessar umbætur eru, höfum vér áður tekið fram
(bls. 53—56) og skulum því ekki endurtaka það hér. Vér skulum
i þess stað að eins tilfæra, hvað einn íslenzkur »dalbúi« hefir sagt
um þessar umbætur, þó hann auðvitað nefni ekki nema sumt.
Hann segir svo (Fjallk. XV, 46):
»Til þess að sýna, hvilikur munur það sé, að ráðgjafinn mæti á
þingi, og það maður, sem skilur og talar islenzku, móti þvi að hann
sitji úti í Kaupmannahöfn, gersamlega þekkingarlaus um ísíandsmálefni,
og eins og við er að búast áhugalítill fyrir þeim, skal ég taka eitt dæmi,
sem ég vona, að minsta kosti, að allir bændur skilji. Ætti t. d. danskur
maður í Reykjavik, sem aldrei hefði stigið fæti sínum út fyrir þann bæ,
þekti ekkert til landshátta éða búskapar á Islandi, og skildi ekkert í mál-
inu, bú norður á Langanesi, — hvort mundi þá happavænlegra fyrir
blómgun búsins, að hann léti ráðsmanninn, sem ynni fyrir búinu, vera
danskan mann, jafnókunnugan sjálfum sér um alla landsháttu — hann
væri auk þess sífelt búsettur í Reykjavík —, eða þá að hann tæki til
þess íslenzkan mann, vanan búskaþ og öðrum landsháttum, gerkunnugan
öllu islenzku háttalagi og auk pess nauðakunnugan á Langanesinu, og
léti hann svo að minsta kosti vera á búinu um heyskapartímann, til að
segja þar fyrir og líta eftir. Allir geta séð, sem opin hafa augun, hversu
íslenzki maðurinn, nauðakunnugur öllu búinu viðvíkjandi og staddur á
því þann tima ársins, sem mest á ríður, mundi stjórna því betur, en
hinn, sem ekkert þekti til og aldrei hefði stigið fæti sínum þangað.
Eetta held ég að megi Ijóslega heimfæra upp á landstjórnina. Engum
getur dulist, sem um það hugsar, hversu rniklu heppilegri þátt ráðgjafinn,
sem mætir á þinginu öllum landsmálum kunnugur, og starfar að þeim
með þingmönnum og ekki hefir annað að sýsla, getur tekið i stjórn
landsins, en danski ráðgjafinn, sem ekkert þekkir til, skilur ekkert i
málinu, lítur aldrei í þá átt, sem Island er, hefir Islandsmálin í hjá-
verkum, en virðir þó tillögur landshöfðingja að vettugi, þegar honum
ræður svo við að horfa. Rað má furða heita, ef almenningur skilur
ekki þetta.«