Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 34
34
verðum að standa undir verndarvæng einhverrar annarar þjóðar,
þá væri það hið mesta óráð að breyta til í því efni. Það mætti
leiða mörg góð og gild rök að því, að oss hlýtur að vera hollara
að standa í pólitisku sambandi við Dani en nokkra aðra þjóð hér
nærlendis. En af því vér þykjumst vita, að flestir muni sjá þessi
rök sjálfir, ef þeir athuga máiið vel, þá sleppum vér að fara lengra
út í þá sálma. Hitt virðist og nægilegt, að benda á það, að það
er alls ekki á voru valdi að slíta sambandinu. Engum dettur víst
í hug, að vér höfum það bolmagn gegn Dönum, að vér getum
gert það að þeim nauðugum. Að gera nokkra tilraun til þess,
væri að gera sjálfan sig hlægilegan. Sambandinu yrði þá að vera
slitið á lögfullan hátt með frjálsu og fullu samþykki Dana. En
getur nú nokkrum í fullri alvöru komið til hugar, að Danir færu
sjálfviljuglega að sleppa öllum tökum á Islandi? Séu þeir menn til,
þá leiðum vér hest vorn frá að eiga orðastað við þá, og látum oss
nægja að svara þeim með svo hljóðandi kafla úr grein eftir Bene^
dikt Sveinsson (í Andvara XVIII, 118—119):
»Algjört pólitiskt frelsi er nú með öllu tilgangslaust að heimta af
Dönum, þegar af þeirri ástæðu, að það mundi koma í bága við grund-
vallarlög þeirra, sem stjórnin fastlega heldur fram, að séu gildandi fyrir
ísland; og þótt vér álítum, að svo sé ekki, hefur það í þessu efni enga
þýðing, samkvæmt því, sem áður var sagt. Það eru því harla skaðlegir
útúrdúrar, og glepur fyrir framsókn þjóðarinnar, er einstakir menn hafa
verið að hvetja almenning til þess, að senda stjórninni bænarskrár, og
jafnvel áskoranir til alþingis í þessa átt, og rnunu víst flestir álita það
yfirfljótanlegt þessu til sönnunar, að vísa til þeirra forlaga, er jafnvel
hinar allra hógvæmstu kröfur Islands hafa hlotið allan hluta þessarar
aldar, er staðið hefur á þæfingnum við Danastjórn, auk þess sem frum-
kvöðlar þessarar ótimabæru uppástungu hafa gleymt, að meira Jbarf en
samþykki Dana einna, til þess að Island gæti orðið viðurkent sfem sjálf-
stætt að öllu leyti í álfu vorri. — Ennfremur er þessi krafa þess eðlis,
að væri henni haldið fram, yrði að gjalda við henni hreint já eða hreint
nei. Afsláttur og millumvegur er þar ómögulegur, og leiddi slik krafa
þvi, samkvæmt því, sem að ofan er sagt, til þess, að vér ekki fengjum
neitt af þvi, sem oss ber með réttu, alt svo lengi sem grundvallarlög
Dana standa og þeir einir halda í taumana. En eins og vér einnig
höfum bent á hér að framan, væri það eitt út af fyrir sig nægilegt, til
að sýna fram á ómögulegleik þessarar stefnu, ef leidd væru rök að þvi,
að vér þyrftum nú þegar á nokkru að halda. af rétti vorum, til þess að
geta lifað sem þjóð, til þess að geta haldið máli voru fram til sigurs að
fullu og öllu á endanum. — Það er þannig auðsætt hverjum manni, að
þessi vegur er með öllu ógengur; en vér höfum tekið þetta sérstaklega
fram af þvi, að sú tillaga, eins og áður er sagt, hefur komið fram opin-
berlega og virzt hafa nokkra fylgismenn, að það mundi tiltækilegast