Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 50
>0
(ónýting laganna) og efnalega ofvaxið 70 þúsundum fátækra manna.
En svo bætist hér við, að fyrirkomulag miðlunarinnar mundi jafnt
og benedizkan — þó í minna mæli sé — ríða í bága við hiiaa
gildandi alríkisskipun, og því ekki verða á komið, nema með þvi
að breyta alrikislögunum. Hún mundi því stranda á alveg sama
skerinu og benedizkan.
Vér vonum, að öllum sé af þessu ljóst, að miðlunin er hvorki
vænlegri til sigurs en benedizkan, né í sjálfu sér æskilegri. Þvert
á móti. Hún er stórum lakari, því hún tæki með annari hend-
inni það, sem hún veitti með hinni, og meira en það. Hún væri
stórhættuleg fyrir sjálfstæði vora og framtíðarhugsjónir.
j. Milliþinganefnd. Sú tillaga hefir komið fram, og henni
var jafnvel hreyft á síðasta alþingi, að skipa utanþingsnefnd í stjórn-
arskrármálið af Dönum og Islendingum. Að forminu eða nafninu
til átti konungur auðvitað að skipa þessa nefnd, en þó var svo til
ætlast, að ríkisþing Dana skyldi tilnefna helming nefndarmanna,
en alþingi hinn helminginn, og skyldi svo konungur eða stjórnin
vera bundin við að skipa nefndina þeim mönnum, er til hefðu
verið nefndir. Enn fremur var til ætlast, að annar helmingur
nefndarmanna (6) yrði ríkisþingmenn, en hinn alþingismenn (6).
Auk þess var ætlast til, að hinn fyrverandi ráðgjafi Islands skyldi
vera sjálfkjörinn oddamaður eða formaður nefndarinnar. Nefnd þessi
átti að gera tillögur um úrslit stjórnarskrármálsins og leggja þær
fyrir stjórnina, sem svo tæki það tillit til þeirra, sem henni sýndist.
Við þessa tillögu er margt að athuga. Fyrst og fremst mundi
nefndin kosta afarmikið fé, en þó mjög óvíst, hvort árangurinn
af tillögum hennar yrði nokkur eða enginn. I annan stað yrðu
Islendingar mjög illa settir í nefndinni. Þar sem svo er til ætlast,
að í henni sætu 6 alþingismenn og 6 ríkisþingmenn, að viðbættum
dönskum oddamanni með tvígildu atkvæði, er Ijóst, að Islendingar
yrðu þar þegar í minnihluta. Enn fremur væri alþingi ekki frjálst
í vali sínu, þar sem það væri bundið við að tilnefna þá menn
eina, er vel færir væru í danskri tungu. Það mundi heldur ekki
verða auðvelt fyrir alþingi, að velja 6 menn úr 36 mönnum, sem
gætu orðið jafnokar 6 danskra manna, sem valdir væru úr jafn-
fjölmennu þingi og ríkisþinginu, sem telur hátt á annað hundrað
manns. Það mætti nærri geta, hvernig afstaða vor yrði í nefnd-
inni, þegar þessir 6 Islendingar ættu að fara að etja röksemdum á