Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 106
io6
í Lánasýslu og Skuldahreppi.
(Eftir Jonas Lie.)
Á einum stað lá bær nokkur, sem komist hafði í mikla vel-
megun meðan fiskisældin var þar við ströndina. Svo tók fyrir
þá björg og árin liðu.
En bæjarbúar héldu sig jafnríkmannlega og áður Fiskurinn
hlaut að koma aftur hugsuðu þeir.
Þeir reistu hver öðrum veglegri skrauthýsi og héldu veizlur,
eins og þeir væru stórhöfðingjar allir saman.
Sonunum, sem fengu að erfðum skrifstofubekkina og bæk-
urnar og skildin og húsin, fanst þeir ekki geta gjört annað þarfara,
en að feta i fótspor feðra sinna og afa, hneigja sig og hafa á sér
höfðingjasnið og heilsa hver öðrum með hæversku og lotningu
og bíða fiskjarins.
Svo voru þeir á flugi og ferð og veittu hver öðrum og titl-
uðu hver annan og vildu fyrir hvern mun ekki láta á því bera,
að efnin værn gengin til þurðar.
En, því meir sem gekk á peningana í járnskápunum, því
stærri og traustari lása fengu þeir sér, og því meir gortuðu þeir
og geipuðu af auðæfum bæjarins við útlenda skipstjóra og kaup-
menn.
Svo fyltu þeir forðabúr sín og geymsluloft af dýrðlegum vin-
um og silkidúkum og alls konar dýrindis vörum, innlendum og
útlendum, er þeir pöntuðu sér, og þeir komu sér upp skrautlegum
búðum, með gyllingum og speglum, svo þær glitruðu og glóðu í
götunum.
Og einn keypti af öðrum og hélt honum veizlu, til að kom-
ast hjá því, að heimtuð yrðu skuldaskil. Og hinn lánaði aftur og
hélt enn dýrðlegri veizlu.
Þegar einhver af hinum fjarstöddu kaupmönnum varð smeykur
um borgunina og kom að spyrjast fyrir í bænum, gjörðu helztu
borgararnir ekki nema hristu höfuðið, lygndu augunum ofuri-
smeygilega og buðust til að ábyrgjast jafnvel heila tunnu gu!ls.
Og þeir héldu honum veglegar veizlur; þar var gamall silfur-
borðbúnaður, ræður haldnar og minni drukkin, og hann naut
slíks orðstirs og ágætis, að hann kaus heldur að lána þeim pen-