Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 57
57
Vér skulum nú athuga þessar mótbárur, hverja fyrir sig, og
sýna fram á, hve mikið þær hafa við að styðjast.
i. Ríkisráðssetan. Því hefir verið haldið fram í sumum
íslenzkum blöðum, að frumvarp valtýskunnar eða stjórnartilboðið
færi fram á, að ráðgjafinn skyldi sitja í ríkisráðinu eins og að
undanförnu. En þetta er ekki satt. Það hreyfir ekkert við þeirri
spurning. Það lætur óútkljáðar allar deilur því viðvikjandi. Það,
sem verið hefir lög eða ólög i því efni, héldi því alveg eins áfram
að vera það, hvort sem það væri samþykt eða því hafnað. En
hitt er satt, að af bréfi ráðgjafans til landshöfðingja 29. maí 1897
má sjá, að stjórnin álítur ríkisráðssetu ráðgjafans ekki að eins lög-
lega, heldur og með öllu óhjákvæmilega. Aftur hafa bæði alþingi
og Islendingar yfirleitt, því nær undantekningarlaust, álitið ríkis-
ráðssetuna ólöglega og hættulega fyrir oss. Og vér höfum hingað
til að nokkru leyti verið á sama máli um það. En þetta kemur
til af því, að menn hafa ekki rannsakað málið nógu vel, ekki
grafið fyrir ræturnar. Vér skulum nú leitast við, að sýna fram á,
hvor skoðunin muni réttari, stjórnarinnar eða alþingis og íslend-
inga yfirleitt.
Ef vér lítum í stjórnarskrána, þá sjáum vér, að hún nefnir
ríkisráðssetuna ekki á nafn. Hún segir að eins, að konungur hafi
hið æðsta vald yfir öllum hinum sérstaklegu málefnum íslands og
láti ráðgjafann fyrir ísland framkvæma það (2. gr. stjskr.). En
hún getur ekkert um það, eftir hvaða reglum afskifti konungs af
framkvæmdinni eigi fram að fara, hvort þau eigi fram að fara í
ríkisráðinu eða utan þess. Um þetta atriði vantar öll ákvæði í
stjórnarskrá íslands, gagnstætt því, sem á sér stað með grundvallar-
lög Dana, þar sem nákvæmar reglur eru settar um þetta, að því
er snertir dönsk mál og alríkismál.
En á hverju hefir þá alþingi bygt þann skilning sinn, munu
menn spyrja, að ríkisráðsseta ráðgjafans væri ólögleg? Það hefir
bygt hann á þeim orðum stjórnarskrárinnar, að ísland skuli í sér-
málum sínum hafa »löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig«. Al-
þingi hefir álitið, að ríkisráðsseta ráðgjafans hlyti að ríða í bága
við þetta ákvæði, því að ekki yrði með réttu sagt, að landið hefði
löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig, ef ráðgjafinn ætti samsetu
með hinum öðrum ráðgjöfum konungs í ríkisráðinu og væri
þannig liður í hinni sameiginlegu stjórn ríkisins.