Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 57

Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 57
57 Vér skulum nú athuga þessar mótbárur, hverja fyrir sig, og sýna fram á, hve mikið þær hafa við að styðjast. i. Ríkisráðssetan. Því hefir verið haldið fram í sumum íslenzkum blöðum, að frumvarp valtýskunnar eða stjórnartilboðið færi fram á, að ráðgjafinn skyldi sitja í ríkisráðinu eins og að undanförnu. En þetta er ekki satt. Það hreyfir ekkert við þeirri spurning. Það lætur óútkljáðar allar deilur því viðvikjandi. Það, sem verið hefir lög eða ólög i því efni, héldi því alveg eins áfram að vera það, hvort sem það væri samþykt eða því hafnað. En hitt er satt, að af bréfi ráðgjafans til landshöfðingja 29. maí 1897 má sjá, að stjórnin álítur ríkisráðssetu ráðgjafans ekki að eins lög- lega, heldur og með öllu óhjákvæmilega. Aftur hafa bæði alþingi og Islendingar yfirleitt, því nær undantekningarlaust, álitið ríkis- ráðssetuna ólöglega og hættulega fyrir oss. Og vér höfum hingað til að nokkru leyti verið á sama máli um það. En þetta kemur til af því, að menn hafa ekki rannsakað málið nógu vel, ekki grafið fyrir ræturnar. Vér skulum nú leitast við, að sýna fram á, hvor skoðunin muni réttari, stjórnarinnar eða alþingis og íslend- inga yfirleitt. Ef vér lítum í stjórnarskrána, þá sjáum vér, að hún nefnir ríkisráðssetuna ekki á nafn. Hún segir að eins, að konungur hafi hið æðsta vald yfir öllum hinum sérstaklegu málefnum íslands og láti ráðgjafann fyrir ísland framkvæma það (2. gr. stjskr.). En hún getur ekkert um það, eftir hvaða reglum afskifti konungs af framkvæmdinni eigi fram að fara, hvort þau eigi fram að fara í ríkisráðinu eða utan þess. Um þetta atriði vantar öll ákvæði í stjórnarskrá íslands, gagnstætt því, sem á sér stað með grundvallar- lög Dana, þar sem nákvæmar reglur eru settar um þetta, að því er snertir dönsk mál og alríkismál. En á hverju hefir þá alþingi bygt þann skilning sinn, munu menn spyrja, að ríkisráðsseta ráðgjafans væri ólögleg? Það hefir bygt hann á þeim orðum stjórnarskrárinnar, að ísland skuli í sér- málum sínum hafa »löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig«. Al- þingi hefir álitið, að ríkisráðsseta ráðgjafans hlyti að ríða í bága við þetta ákvæði, því að ekki yrði með réttu sagt, að landið hefði löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig, ef ráðgjafinn ætti samsetu með hinum öðrum ráðgjöfum konungs í ríkisráðinu og væri þannig liður í hinni sameiginlegu stjórn ríkisins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.