Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 18
sveinana fara á mis við alla þekking á bókmentum og mentalífi
Grikkja, eða ef ætti að fara að afnema grískukensluna við háskól-
ann. En hér er ekki um neitt slíkt að ræða. Griskan mun jafnan
halda sæti sínu við háskólann, og hafi menn enn þá nokkuð það
að sækja til fornaldar Grikkja, er hrundið geti menning vorri
áfram, þá er það hlutverk vísindamannanna að sækja það og
frjóvga, svo að öllum megi að gagni verða — eins og það lika
ætíð hefur verið hingað til. Af sömu ástæðum er heldur ekki til
neins að vera að bera fyrir sig þýðingu grískunnar fyrir málfræðis-
nemendur yfirleitt. Menn geta heldur ekki með réttu bent á, hve
veglegt sæti grískan hafi haft i skólum húmanistanna (þar sem hún
þó jafnan skipaði óæðri bekk en latinan), því þá voru hinar þjóð-
legu bókmentir nýju málanna ekki til; þær hafa fyrst á hinum
síðustu hundrað árum náð verulegum vexti og viðgangi og það
er að minsta kosti ekki ýkjalangt síðan, að þeim hefur hlotnast
viðurkenning í skólunum. Vörnin getur því að eins orðið
nokkru nýt, að menn geti, á þann hátt, sem allir verði
að viðurkenna, sýnt fram á, að á grískukenslunni í
skólunum, eins og henni nú er varið, sé svo mikið að
græða, og að hún veiti meginþorra lærisveinanna svo
dýrmæta nýja næring til eflingar menningarþroska
þeirra, að það verði varið, að verja svo miklum tíma
til hennar, sem nú er gert, þ. e. */s af öllum kenslutímanum
í tveimur efstu bekkjum mála- og sögudeildarinnar og nokkru
minna í tveimur næstu bekkjunum. Geti ménn ekki sannað
þetta, og sé hins vegar ástæða til að ætla, að menn
sumpart á annan hátt, án þess að verja svo miklum
tíma til þess, geti veitt lærisveinunum langt um meiri
þekking á bókmentum og mentalífi Grikkja, — sem
enginn getur þó á móti mælt, að hljóti að vera aðal-
atriðið, — og sumpart varið þeim mikla tíma, sem sþar-
ast, til þess að afla lærisveinunum þekkingar í öðrum
efnum, sem þeim er óhjákvæmilega nauðsynleg eða
þá að rninsta kosti til stórgagns, en sem þeir annars
verða að fara á mis við, — þá verður grískukenslan,
eins og hún er nú, að falla. Og við erum fyrir vort leyti
sannfærðir um, að þessu sé þannig varið.
I mörgum af álitsskjölum þeim, er send hafa verið ráðaneyt-
inu, hefur lýsingin á aðferðinni við hina núverandi