Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 18

Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 18
sveinana fara á mis við alla þekking á bókmentum og mentalífi Grikkja, eða ef ætti að fara að afnema grískukensluna við háskól- ann. En hér er ekki um neitt slíkt að ræða. Griskan mun jafnan halda sæti sínu við háskólann, og hafi menn enn þá nokkuð það að sækja til fornaldar Grikkja, er hrundið geti menning vorri áfram, þá er það hlutverk vísindamannanna að sækja það og frjóvga, svo að öllum megi að gagni verða — eins og það lika ætíð hefur verið hingað til. Af sömu ástæðum er heldur ekki til neins að vera að bera fyrir sig þýðingu grískunnar fyrir málfræðis- nemendur yfirleitt. Menn geta heldur ekki með réttu bent á, hve veglegt sæti grískan hafi haft i skólum húmanistanna (þar sem hún þó jafnan skipaði óæðri bekk en latinan), því þá voru hinar þjóð- legu bókmentir nýju málanna ekki til; þær hafa fyrst á hinum síðustu hundrað árum náð verulegum vexti og viðgangi og það er að minsta kosti ekki ýkjalangt síðan, að þeim hefur hlotnast viðurkenning í skólunum. Vörnin getur því að eins orðið nokkru nýt, að menn geti, á þann hátt, sem allir verði að viðurkenna, sýnt fram á, að á grískukenslunni í skólunum, eins og henni nú er varið, sé svo mikið að græða, og að hún veiti meginþorra lærisveinanna svo dýrmæta nýja næring til eflingar menningarþroska þeirra, að það verði varið, að verja svo miklum tíma til hennar, sem nú er gert, þ. e. */s af öllum kenslutímanum í tveimur efstu bekkjum mála- og sögudeildarinnar og nokkru minna í tveimur næstu bekkjunum. Geti ménn ekki sannað þetta, og sé hins vegar ástæða til að ætla, að menn sumpart á annan hátt, án þess að verja svo miklum tíma til þess, geti veitt lærisveinunum langt um meiri þekking á bókmentum og mentalífi Grikkja, — sem enginn getur þó á móti mælt, að hljóti að vera aðal- atriðið, — og sumpart varið þeim mikla tíma, sem sþar- ast, til þess að afla lærisveinunum þekkingar í öðrum efnum, sem þeim er óhjákvæmilega nauðsynleg eða þá að rninsta kosti til stórgagns, en sem þeir annars verða að fara á mis við, — þá verður grískukenslan, eins og hún er nú, að falla. Og við erum fyrir vort leyti sannfærðir um, að þessu sé þannig varið. I mörgum af álitsskjölum þeim, er send hafa verið ráðaneyt- inu, hefur lýsingin á aðferðinni við hina núverandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.