Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 64
64
(} ríkisráðinu eða utan þess), þá mundi rikisrétturinn óðara vísa
því máli frá, af þvi málið væri ekki höfðað af hinu rétta ákæru-
valdi (alþingi) og ætti ekki heldur að dæmast af ríkisréttinum.
Enn hafa þau vandkvæði verið talin stafa af ríkisráðssetu ráð-
gjafans, að jafnvel þótt hann færi að mæta á alþingi, þá fengist
engu meiri trygging, en hingað til hefir verið, fyrir þvi, að lög
alþingis næðu staðfesting konungs. Þó að ráðgjafinn lofaði á al-
þingi fulltingi sínu til þess, að löggjöf næði staðfesting konungs,
þá ætti hann það algerlega undir atkvæðagreiðslunni í ríkisráðinu,
hvort málið næði fram að ganga. Og fengist svo ekki staðfest-
ingin, af því að íslandsráðgjafinn hefði orðið í minnihluta, þá
ætti hann ekki annars úrkosti, en að koma með þessi málalok til
þingsins aftur og skýra því frá, hvernig farið hefði.
En þetta er auðvitað engan veginn svo. Tryggingin er marg-
falt meiri en nú. Nú er hún sem sé engin. Jafnvel þótt full-
trúi stjórnarinnar á alþingi, landshöfðinginn, fallist á eitthvert laga-
frumvarp og mæli með þvi við stjórnina, þá getur samt vel svo
farið, að það öðlist ekki staðfesting. Og svo situr alt í sömu
skorðum. Ef vér aftur á móti fáum ráðgjafann sjálfan á þing, þá
verður hann að mæla með hverju því máli við konung, sem að
samkomulagi hefir orðið milli hans og alþingis. Og fari þá svo,
sem sjaldnast þarf að gera ráð fyrir, að konungur neiti að fylgja
tillögum ráðgjafans, þá verður afleiðingin óhjákvæmilega sú, að
ráðgjafinn segir af sér, samkvæmt fastri stjórnarvenju eins hjá
Dönum sem öðrum. Konungur verður þá að fá sér annan ís-
landsráðgjafa, áður en synjunin getur orðið að löglegri stjórnar-
athöfn. Tryggingin gegn lagasynjununum er því svo mikil, sem
hún yfir höfuð getur orðið, þar sem venjuleg þingbundin kon-
ungsstjórn á sér stað, án þess að hendur konungs séu bundnar af
frestandi synjunarvaldi; en að því mun, eins og áður er sagt,
engin konungsstjórn nokkru sinni ganga, nema fuli nauðung reki
til. Þeir sem hafa efast um, að þingseta ráðgjafans veitti nokkra
trygging gegn lagasynjunum, hafa sem fyr bygt það á þeirri röngu
skoðun, að úrslit íslenzkra mála í rikisráðinu væru komin undir
atkvæðagreiðslu allra ráðgjafa konungs þar. En þar sem nú engin
atkvæðagreiðsla getur átt sér stað í rikisráðinu, þá er ljóst, að hún
getur aldrei orðið neinu máli að falli.
Þegar menn nú athuga þær óyggjandi skýringar, sem nú eru
fram komnar um meðferð mála i rikisráðinu og sérstöðu Islands-