Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 84

Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 84
84 hjálpast að þvi, að bæla niður allar frelsishreyfingar um þvert og endi- langt F’ýzkaland. En skjótt varð hann þess var, að Austurríki lét sér eigi annað lynda, en að bera ægishjálm yfir Prússum i öllum greinum, og þá sneri hann við blaðinu. Hann reri nú öllum árum að því, að rýra völd Austurríkis, og honum tókst að fá hirðina i Berlín á sina skoðun. — I Frankfurt átti hann kost á að kynnast mörgum mönnum, er þá þóttu hinir slungnustu stjómvitringar. En hann gekk þess eigi lengi dulinn, að enginn þeirra gat staðizt honum snúning, og í bréfi einu, er hann um þær mundir skrifaði konu sinni, eys hann hinum bitrustu háðsyrðum yfir alt sambandsþingið: »Peir eru enn þá bjálfa- legri en þingmennirnir i Berlin«. Hann talaði yfir höfuð sjaldan vel um aðra menn, enda sagði hann einu sinni sjálfur, að augu sín væru glöggari á lesti en kosti. Árið 1859 varð hann að leggja niður sendiherraembættið vegna þess, að stjórninni i Berlín þótti hann gjöra sig helzt til beran að fjand- skap við Austurríki. Hann var þá fyrst gjörður að sendiherra i Péturs- borg, síðan i París, en um haustið 1862 kvaddi Vilhjálmur konungur hann til Berlínar til þess að gjörast ráðaneytisforseti. Pað var eigi neitt smáræðisstarf, er Bismarck þá tókst á hendur. Vilhjálmur konungur hafði komið til rikis árið áður, en lá nú þegar i svæsnustu deilum við þingið vegna þess, að hann vildi auka herinn stórmikið, en þingið setti þvert nei fyrir það. Bismarck reyndi nú fyrst að ná samkomulagi við þingið, en er það tókst eigi, gaf hann út bráð- birgðafjárlög og þvi hélt hann áfram þangað til 1866; siðan var herinn aukinn eftir þvi sem konungur hafði til ætlast. Auðvitað urðu þeir báðir, konungur og Bismarck, afaróvinsælir af þessu tiltæki. En svo kom danska stríðið 1864 og það bætti stórum um vinsældirnar, og eftir að Austurriki var kúgað 1866, var Bismarck orðinn svo rótgróinn i völd- unum, að hann gat látið þingið samþykkja fjárlögin og þurfti hann eigi siðan á bráðabirgðafjárlögum að halda. Hér eru engin föng til þess að skýra nákvæmlega frá þeim styrj- öldum, er enduðu 10. mai 1871, er friðurinn var saminn í Frankfurt. Þess skal aðeins getið, að á árunum 1864 — 71 höfðu Prússar barist við þrjár þjóðir, Dani, Austurrikismenn og Frakka, sigrað þær allar og tekið lönd af þeim öllum, en konungur þeirra var þá orðinn Pýzkalandskeisari og Bismarck kanzlari hans. Alt þetta var að mestu leyti verk Bis- marcks; að vísu á Moltke allar þakkirnar skilið fyrir herstjórnina, en að öðru leyti lagði Bismarck öll ráðin á og réð einn öllum friðarskilmálum. Og hann átti á þeim árurn við fleira að berjast en flesta grunar. Fyrir það fyrsta varð hann auðvitað að halda hinum stórveldunum í skefjum, þvi að þeim stóð hinn mesti geigur af umsvifum Prússa og hefðu víst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.