Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 84
84
hjálpast að þvi, að bæla niður allar frelsishreyfingar um þvert og endi-
langt F’ýzkaland. En skjótt varð hann þess var, að Austurríki lét sér
eigi annað lynda, en að bera ægishjálm yfir Prússum i öllum greinum,
og þá sneri hann við blaðinu. Hann reri nú öllum árum að því, að
rýra völd Austurríkis, og honum tókst að fá hirðina i Berlín á sina
skoðun. — I Frankfurt átti hann kost á að kynnast mörgum mönnum,
er þá þóttu hinir slungnustu stjómvitringar. En hann gekk þess eigi
lengi dulinn, að enginn þeirra gat staðizt honum snúning, og í bréfi
einu, er hann um þær mundir skrifaði konu sinni, eys hann hinum
bitrustu háðsyrðum yfir alt sambandsþingið: »Peir eru enn þá bjálfa-
legri en þingmennirnir i Berlin«. Hann talaði yfir höfuð sjaldan vel
um aðra menn, enda sagði hann einu sinni sjálfur, að augu sín væru
glöggari á lesti en kosti.
Árið 1859 varð hann að leggja niður sendiherraembættið vegna
þess, að stjórninni i Berlín þótti hann gjöra sig helzt til beran að fjand-
skap við Austurríki. Hann var þá fyrst gjörður að sendiherra i Péturs-
borg, síðan i París, en um haustið 1862 kvaddi Vilhjálmur konungur
hann til Berlínar til þess að gjörast ráðaneytisforseti.
Pað var eigi neitt smáræðisstarf, er Bismarck þá tókst á hendur.
Vilhjálmur konungur hafði komið til rikis árið áður, en lá nú þegar i
svæsnustu deilum við þingið vegna þess, að hann vildi auka herinn
stórmikið, en þingið setti þvert nei fyrir það. Bismarck reyndi nú fyrst
að ná samkomulagi við þingið, en er það tókst eigi, gaf hann út bráð-
birgðafjárlög og þvi hélt hann áfram þangað til 1866; siðan var herinn
aukinn eftir þvi sem konungur hafði til ætlast. Auðvitað urðu þeir báðir,
konungur og Bismarck, afaróvinsælir af þessu tiltæki. En svo kom
danska stríðið 1864 og það bætti stórum um vinsældirnar, og eftir að
Austurriki var kúgað 1866, var Bismarck orðinn svo rótgróinn i völd-
unum, að hann gat látið þingið samþykkja fjárlögin og þurfti hann eigi
siðan á bráðabirgðafjárlögum að halda.
Hér eru engin föng til þess að skýra nákvæmlega frá þeim styrj-
öldum, er enduðu 10. mai 1871, er friðurinn var saminn í Frankfurt.
Þess skal aðeins getið, að á árunum 1864 — 71 höfðu Prússar barist við
þrjár þjóðir, Dani, Austurrikismenn og Frakka, sigrað þær allar og tekið
lönd af þeim öllum, en konungur þeirra var þá orðinn Pýzkalandskeisari
og Bismarck kanzlari hans. Alt þetta var að mestu leyti verk Bis-
marcks; að vísu á Moltke allar þakkirnar skilið fyrir herstjórnina, en að
öðru leyti lagði Bismarck öll ráðin á og réð einn öllum friðarskilmálum.
Og hann átti á þeim árurn við fleira að berjast en flesta grunar. Fyrir
það fyrsta varð hann auðvitað að halda hinum stórveldunum í skefjum,
þvi að þeim stóð hinn mesti geigur af umsvifum Prússa og hefðu víst