Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 88
88
Framfarir náttúruvísindanna á síðustu árum.
Náttúrurvísindunum hefur fleygt mjög áfrani á 19. öldinni, sem
nú líður að lokum. Framfarirnar byggjast að mestu leyti á hinun
frægu uppgötvunum í eðlisfræði og efnafræði, sem þeir Galvani
og Volta, Lavoisiér, Priestley og Scheele gjörðu um lok 18. aldar.
Þeir hafa með verkum sinum lagt þann grundvöll, er náttúru-
vísindi vorrar aldar eru bygð á. En aldrei hefur komið fram til-
tölulega jafnmikið af uppgötvunum og nýjungum, sem á siðustu
árum, og það lítur út fyrir að náttúrufræðingarnir ætli að enda
19. öldina jafnglæsilega og þá 18.
Flestar þessar uppgötvanir eru auðvitað gjörðar á þeim braut-
um vísindanna, er áður hafa verið ruddar, og þær eru eðlilegt
áframhald af ýmsum eldri uppgötvunum. Tala þessara uppgötvana
skiftir þúsundum; margar þeirra hafa þegar fengið eða munu efa-
laust fá hina mestu þýðingu, bæði fyrir vísindin og .verklegar
framkvæmdir. En það myndi verða oflangt mál að telja þær hér
Aftur á móti skal hér minst nokkuð á þær framfarir nattúruvísind-
anna á síðustu árum, sem hafa gengið í nýjar stefnur, eða svo
að segja rutt vísindunum nýjar brautir.
Uppgötvanirnar og rannsóknirnar hafa verið mjög margvíslegar.
Landfræðisrannsóknir hafa verið gjörðar því nær um allan heim —
bæði í hinum helköldu heimskautalöndum og hinum sólsteiktu
miðjarðarlöndum. Sömuleiðis hafa fjöll og firnindi verið könnuð,
þar á meðal ekki hvað sizt á Islandi. Líf og lifnaðarhættir dýra
og jurta hafa verið rannsakaðir, bæði þeirra, er lifa á mararbotni í
hyldýpis höfum undir afarmiklum vatnsþunga og nálega í svarta-
myrkir, og þeirra, er lifa uppi á háfjöllum í sterku sólarljósi og
undir litlum loftþunga. Með smásjánni (míkróskóp) hafa menn
rannsakað heim hinna óendanlega smáu dýra og jurta; menn hafa
jaínvel komist svo langt, að þeir hafa rannsakað steinrunna gerla
(bakteriur), sem hafa lifað endur fyrir löngu, þegar steinkolin,
surtarbrandurinn og mólögin enn þá voru iðgrænir skógar. Menn
hafa skoðað himingeiminn gegnum sjónpípur og fundið marga
dimma hnetti og smáar stjörnur. Þar á meðal hefur fundist nýtt
tungl, sem gengur umhverfis hina stóru og skæru reikistjörnu
Júppíter. Aður vissu menn, að Júppíter hafði 4 tungl, og er þetta
þá hið fimta; það er lítið og rnjög hraðfara, enda er umferðartími