Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 91
9i
að næringu, hljóta að leita upp í gufuhvolfið, alveg eins og öll
efni á yfirborði jarðarinnar, sem eru uppleysanleg í vatni, geta
borist til hafs með ám og fljótum; þess vegna er salt, joð, gull
og silfur o. s. frv. í sjónum, en súrefni, köfnunarefni, kolsýra,
vatnsgufa, argon o. fl. í andrúmsloftinu.
Menn hafa lengi þózt þess fullvissir, að slík aðgjörðalaus frum-
efni sem argon og helíum væru til, og ætla, að þau séu 6—7 að
tölu. Það er ekki svo merkilegt, að þau hafa ekki fundist fyr,
vegna þess að efnafræðin er svo ung vísindagrein. Það eru t. d.
ekki nema 12 ár siðan frakkneski efnafræðingurinn Moissan í fyrsta
sinn framleiddi frumefnið FLUOR, sem líka er loftkent, en svo
ákaft eftir að sameinast öðrum efnum, að það er naumast mögu-
legt að geyma það. Ólíkari efni en argon og flúor eru því naum-
ast til.
Þessi aðgjörðalausu frumefni hafa nú mikla þýðingu fyrir vís-
indarannsókinr, en ekki fyrir verklegar framkvæmdir. Aftur á
móti eru tilraunir þær, er gjörðar hafa verið á síðustu árum til
þess að framleiða mikinn kulda og sterkan hita, næsta þýðingar-
miklar í þá stefnu. Þar hafa menn komist miklu lengra en
nokkru sinni áður. Nú vita menn, að séu lofttegundir kældar
nógu mikið, verða þær allar að rennandi vökvum, eins og vatns-
gufa getur orðið að vatni. Séu svo vökvarnir kældir nóg, frjósa
þeir allir, eða verða að föstum hlutum; þannig verður vatnið að
ís. Það er ekki fyr en á síðustu árum, að mönnum hefur tekist
að kæla andrúmsloft og aðrar lofttegundir svo, að þær verða að
rennandi vökvum. Af ástæðum, sem ekki verða taldar hér, ætla
menn, að 273 stiga frost sé hinn mesti kuldi, sem sé hugsanlegur.
í svo miklu frosti eru þá öll efni frosin og geta engum breytingum
tekið; mönnum hefur ekki tekist að framleiða meira en hér um
bil 250° frost enn þá, svo að vér þekkjum ekki þetta ástand; en
með því að hiti streymir á hverju angnabliki og án afláts frá
jörðunni, sólunni og öllum stjörnum út í himingeiminn, er ekki
óhugsandi, að allur heimurinn komist í þetta ástand einhverntíma
á ókomnum öldum, þegar allar hitauppsprettur eru gjörtæmdar.
Þéttaðar lofttegundir, t. d. rennandi andrúmsloft, eru nú verzl-
unarvara og notaðar bæði við vísindarannsóknir og í ýmsum
iðnaðargreinum. Þó er hitt miklu þýðingarmeira, að mönnum
hefur tekist að framleiða miklu sterkari hita (hærri hitastig), en
menn þektu áður, nefnilega 3000—3500 stig. Vér getum naumast