Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 85

Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 85
§5 fegin viljað hefta sigurför þeirra; en hann blíðkaði þau öll, ýmist með vináttubrögðum eða þá með prettum og ginningum. Einna mest sveifl- aði hann Napóleon III, sem þó um eitt skeið var talinn einhver mesti stjórnvitringur í Evrópu. En þar að auki varð hann nærri þvi dagsdag- lega að sjá við undirróðri ýmsra mjög svo skæðra og voldugra óvildar- manna sinna við hirðina. fað er t. d. kunnugt, að Agústa, drotning Vilhjálms konungs, var hinn mest óvinur hans og reyndi á allar lundir að veikja traust konungs til hans; og það tókst henni stundum, þvi að Vilhjálmur konungur var maður talhlýðinn og eigi mikilmenni um skaps- muni. Kom það stundum fyrir, að Bismarck leiddist svo þófið, að hann heimtaði lausn frá embætti, en það vildi konungur aldrei veita honum, enda kom þar að lokum, að Bismarck hafði hann algjörlega á vald sinu til hvers er vera skyldi. Margir hafa brugðið Bismarck um stefnuleysi í innanrikismálum, enda verður og eigi varið, að maðurinn var eigi við eina fjölina feldur um vináttu sina við flokkana. Alt fram að 1878 lét hann blíðlega að frjálslynda flokknum; um þær mundir átti hann sem sé í höggi við kaþólska flokkinn, er vildi losa kirkju sína sem mest undan yfirráðum ríkisins og veittu frjálslyndir menn honum örugt vigsgengi i þvi máli. En eftir 1878 var hið styrkasta bandalag milli hans og afturhaldsflokk- anna; þá fór hann hamförum á móti jafnaðarmönnum og þá lét hann undan kaþólskum mönnum i mörgum greinum, til þess að fá þá i lið með sér. En honum tókst ekki að kúga jafnaðarmennina, þrátt fyrir hin mestu hörkubrögð, og eigi uxu heldur vinsældir hans hjá verk- mannalýðnum, þótt hann reyndi að bæta kjör hans með jafnaðarmennsku- lögunum, er svo voru nefnd. — Það hefur og verið talin lítil sam- kvæmni, að um sömu mundir sem hann rak þjóðhöfðingjana í Hannóver, Hessen-Kassel og Nassau frá völdum, hélt hann þvi fast fram, að kon- ungleg tign væri af guðdómlegum rótum runnin og friðheilög. En hann kannaðist fúslega við þetta sjálfur og hrósaði sér jafnvel af þvi, að hann væri eigi »þræll neinnar ákveðinnar stefnu«; og einu sinni, er honum var borinn samkvæmnisskortur á brýn á þingi, hrópaði hann: »Heimtið enga samkvæmnislokleysu af mér! Það eina lögmál, sem ég viðurkenni er salus publica (almenningsheill). Þetta getur nú satt verið; en ærið hvikular hafa mótstöðumönnum hans þótt skoðanir hans um það, hvað »salus publica« væri. Bess var áður getið, að Bismarck hefði sjaldan verið mjúkur í dómum um aðra menn, enda mun honum til fárra manna hafa verið hlýtt í þeli, annara en konu sinnar og barna. En eigi er hitt síður kunnugt, hve ástúðlegur og viðmótsþýður hann gat verið þeim mönnum, er hann vildi nota sér að einhverju leyti; hann var allra manna við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.