Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 59
59 áður og ríður að engu leyti í bága við ríkisráðssetu ráðgjafans. Að landið haíi »löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig« táknar það, að íslenzk löggjöf sé, að því er sérmálin snertir, óháð danskri löggjöf og aðskilin frá henni, og að allir liðir löggjafarvaldsins og umboðsvaldsins (en það táknar orðið »stjórn« á þessum stað) séu sérstakir og aðskildir frá löggjafar- og umboðsvaldi Dana, — að konunginum einum undanskildum. Konungurinn er auðvitað algerlega sameiginlegur bæði fyrir hið danska og íslenzka löggjafar- og um- boðsvald, og það hlýtur hann líka að vera, þar sem hann er kon- ungur í einu alríki, en ekki í íveimur sjálfstœðum ríkjum, sem standi í persónusambandi einu hvort við annað. Og þar sem nú kon- ungur samkvæmt alríkislögunum getur ekki tekið neinn verulegan þátt í löggjöf og stjórn ríkisins, hvort sem er að ræða um það alt eða einstaka hluta þess, nema í ríkisráðinu, þá hlýtur ríkisráðið að þessu leyti líka að verða sameiginlegt fyrir alt ríkið og hvern einstakan hluta þess. Þetta viðurkennir líka forvígismaður bene- dizkunnar, þar sem hann í ritgerð einni í Andvara (XVIII, 142) segir, að það sé »vafalaust, að annar hinn íslenzki löggjafaraðili, konung- urinn, er erlendur, erlendum stjórnlögum háður í þeim atriðum löggjafarinnar, sem mest um varða.« En þó að þessu sé nú þannig varið, þá ríður það þó engan veginn í bága við, að löggjaf- ar- og umboðsvald hvers einstaks ríkishluta geti verið aðskilið eða út af fyrir sig, með því að konungurinn getur ekkert framkvæmt í löggjöf eða stjórn, nema með aðstoð og samþykki hinna annara liða löggjafar- og umboðsvaldsins (p: löggjafarþingsins og stjórnar- innar eða ráðgjafanna, hvort sem þeir eru einn eða fleiri) í hverj- um einstökum ríkishluta. Með því nú þannig engin ályktun konungs í sérmálum Islands getur fengið gildi eða orðið fram- kvæmd, nema einmitt ráðgjafinn fyrir Island veiti benni samþykki sitt og undirskrifi hana, þá hefir landið »löggjöf sina og stjórn út af fyrir sig« eins fyrir því, þó að ráðgjafinn flytji málin fyrir konungi í ríkisráði alríkisins, — alveg eins og Danmörk hefir löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig, þó hinir dönsku ráðgjafar flytji hin dönsku sérmál þar í nærveru íslandsráðgjafans. En hvernig stendur þá á þessum mismunandi skilningi al- þingis og stjórnarinnar á þessu ákvæði stjórnarskrárinnar? munu menn spyrja. Hann stafar ef til vill að nokkru leyti af því, að alþingi hefir um of einblínt á hinn islenzka texta stjórnarskrár- innar, en stjórnin aftur á hinn danska texta hennar. 1 islenzka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.