Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 60
6o
textanum stendur: »löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig«, en í
danska textanum: »sin egen Lovgivning og Forvallning«. Að vísu
má segja, að í báðum textunum liggi nokkurn veginn hið sama;
en »út af fyrir sig« er þó ákveðnara og sterkara en »egen«; og
»Forvaltning« táknar hér »umboðsvaldið« eða »umboðsstjórnina«,
en flestir Islendingar munu hafa álitið, að orðið »stjórn« í hinum
íslenzka texta táknaði þar sama og danska orðið »Regering«, enda
er orðið »stjórn« langoftast haft í þeirri þýðingu í öllu alþingis-
máli voru og lagamáli.
I annan stað virðist hinn mismunandi skilningur hafa stafað
af því, að Islendingar hafa ekki nægilega athugað, að hinn æðsti
liður löggjafar- og umboðsvaldsins, konungurinn, samkvæmt stöðu-
lögunum jafnan hlýtur að vera sameiginlegur fyrir bæði hið danska
og hið íslenzka löggjafar- og umboðsvald, svo að ákvæði stjórnar-
skrárinnar um það, að hið íslenzka löggjafar- og umboðsvald skuli
vera sérstakt eða út af fyrir sig, aldrei getur náð til hans, heldur
að eins til hinna annara liða löggjafar- og umboðsvaldsins. Til
konungsins gæti það því að eins náð líka, að Danmörk og Island
stæðu í persónusambandi einu, hvort með sinu sérstaka ríkisráði
og engum sameiginlegum alríkislögum. En fyrir það hafa stöðu-
lögin girt með því ákvæði sinu, að Island skuli vera »óaðskiljan-
legur hluti Danaveldis«.
En einkum og mestmegnis virðist þó hinn mismunandi skiln-
ingur hafa stafað af því, að Islendingum hefir ekki verið nægilega
kunnugt um, hvernig meðferð mála er háttað í ríkisráðinu, og
því ætlað, að ríkisráðsseta Islandsráðgjafans, og flutning íslenzkra
sérmála þar fyrir konungi, væri að ýmsu leyti hættuleg fyrir sjálf-
stæði hins íslenzka löggjafar- og umboðsvalds. Þetta stafar aftur —
eins og fleira gottl — af því, að alþingi og stjórnin hafa aldrei
átt kost á að bera sig saman og talast við um þetta atriði. Af
því hefir leitt, að stjórnin hefir ekki fengið að vita um hina röngu
skoðun á meðferð mála í ríkisráðinu, og því ekki fengið tækifæri
til að leiðrétta hana. Að sönnu hefir þessi skoðun komið fram í
sumum ályktunum alþingis; en hin danska þýðing þeirra, sem ein
hefir komið fyrir augu stjórnarinnar (ráðgjafans), hefir verið svo
ónákvæm, að stjórnin hefir ekki af henni getað séð, að skoðun
alþingis á þessu væri neitt athugaverð. Hins vegar hefir og hin
íslenzka þýðing á sumum þeim skjölum, sem komið hafa frá
stjórninni, verið þannig úr garði gerð, að þau hlutu að styrkja