Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 25
25
þessi þýðing eini vegurinn til þess, að skilja frum
ritið og afla sér þekkingar á því. Því næst bj^ggist þessi
dómur á þýðingum, sem mundi vera nokkurnveginn fullkominn
dauðadómur yfir öllum þýðingabókmentum, að langmestu leyti á
stórkostlegum misskilningi. Að minsta kosti að því er snertir les-
málshöfundana, hvern þeirra sem er, þá er óhætt að segja, að góð
þýðing getur sýnt frumritið svo trúlega, að menn geta haldið ekki
að eins efninu og hugsuninni, sem mest á ríður, heldur og jafnvel
hinum fínustu tilbreytingum í orðtækjunum (ef til vill að undan-
skildum einstaka orðaleik) og það í búningi, sem fullkomlega
jafnast á við búning frumritsins. Að því er skáldin snertir, þar
sem líka á að sýna hljóðfallið, sem leggur töluverð höft á þýð-
andann, þá verður að vísu erfiðara að búa til eftirmynd af frum-
ritinu, sem sé fyllilega trú. Og þó mun jafnvel í þeim takast að
halda öllu því af efni og hugsun frumritsins, sem nokkuð er í
varið, og eins öllum meginkjarna orðtækjanna. Og það, sem kann
að fara forgörðum, má bæta upp með öðru, sem er í fult eins
góðu samræmi við hitt, er náðst hefur. Og þó að nú þeir menn,
sem hafa náð hinni fylstu leikni í málunum og eiga eins hægt
með að lesa hina útlendu tungu eins og móðurmál sitt (— og
hverjir ætli komist nú í rauninni svo langt, einkum í öðru eins
máli og grísku —•), kunni að geta haft sérstaka og oftsinnis jafn-
vel meiri nautn, en þeir geta gert sér grein fyrir, af því, að lesa
einhver rit á frummálinu, fremur en þýðingu á þeim, þá ættu
menn þó að athuga það, að því fer svo fjarri, sem verða má, að
um slíka menn sé að ræða í skólunum. Annars væri, þegar hinir
og þessir eru að tala um þá ánægju og meira gagn, sem þeir hafi
af að lesa rit á frummálinu, nógu gaman að reyna, sumpart hvort
það oftsinnis sé ekki helber ímyndun (Hallucination), og sumpart
hvort það er ekki eitthvað annað, sem annaðhvort kemur skiln-
ingnum og þekkingunni á efninu sjálfu ekkert eða þá nauðalítið
við, er veldur þessari ánægju. Hún getur vissulega stundum verið
sprottin af bláberri fordild. Hún getur líka verið sprottin af því,
hve mönnum þykir vænt um að geta unnið bug á þeim erfið-
leikum, sem slíkum lestri eru samfara, Og það gagn, sem aðrir
hefðu haft af að lesa góða þýðingu, mundi víst þráfaldlega reynast
miklu meira, ef menn færu að reyna hvoratveggju og bera þá
saman. Sá, sem hefur sjálfur reynt að þýða fornaldarrit (og lík-
lega eins nýrri rit) nákvæmt og samvizkusamlega, veit bezt, með