Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 25

Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 25
25 þessi þýðing eini vegurinn til þess, að skilja frum ritið og afla sér þekkingar á því. Því næst bj^ggist þessi dómur á þýðingum, sem mundi vera nokkurnveginn fullkominn dauðadómur yfir öllum þýðingabókmentum, að langmestu leyti á stórkostlegum misskilningi. Að minsta kosti að því er snertir les- málshöfundana, hvern þeirra sem er, þá er óhætt að segja, að góð þýðing getur sýnt frumritið svo trúlega, að menn geta haldið ekki að eins efninu og hugsuninni, sem mest á ríður, heldur og jafnvel hinum fínustu tilbreytingum í orðtækjunum (ef til vill að undan- skildum einstaka orðaleik) og það í búningi, sem fullkomlega jafnast á við búning frumritsins. Að því er skáldin snertir, þar sem líka á að sýna hljóðfallið, sem leggur töluverð höft á þýð- andann, þá verður að vísu erfiðara að búa til eftirmynd af frum- ritinu, sem sé fyllilega trú. Og þó mun jafnvel í þeim takast að halda öllu því af efni og hugsun frumritsins, sem nokkuð er í varið, og eins öllum meginkjarna orðtækjanna. Og það, sem kann að fara forgörðum, má bæta upp með öðru, sem er í fult eins góðu samræmi við hitt, er náðst hefur. Og þó að nú þeir menn, sem hafa náð hinni fylstu leikni í málunum og eiga eins hægt með að lesa hina útlendu tungu eins og móðurmál sitt (— og hverjir ætli komist nú í rauninni svo langt, einkum í öðru eins máli og grísku —•), kunni að geta haft sérstaka og oftsinnis jafn- vel meiri nautn, en þeir geta gert sér grein fyrir, af því, að lesa einhver rit á frummálinu, fremur en þýðingu á þeim, þá ættu menn þó að athuga það, að því fer svo fjarri, sem verða má, að um slíka menn sé að ræða í skólunum. Annars væri, þegar hinir og þessir eru að tala um þá ánægju og meira gagn, sem þeir hafi af að lesa rit á frummálinu, nógu gaman að reyna, sumpart hvort það oftsinnis sé ekki helber ímyndun (Hallucination), og sumpart hvort það er ekki eitthvað annað, sem annaðhvort kemur skiln- ingnum og þekkingunni á efninu sjálfu ekkert eða þá nauðalítið við, er veldur þessari ánægju. Hún getur vissulega stundum verið sprottin af bláberri fordild. Hún getur líka verið sprottin af því, hve mönnum þykir vænt um að geta unnið bug á þeim erfið- leikum, sem slíkum lestri eru samfara, Og það gagn, sem aðrir hefðu haft af að lesa góða þýðingu, mundi víst þráfaldlega reynast miklu meira, ef menn færu að reyna hvoratveggju og bera þá saman. Sá, sem hefur sjálfur reynt að þýða fornaldarrit (og lík- lega eins nýrri rit) nákvæmt og samvizkusamlega, veit bezt, með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.