Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 108
io8
viðskifti, og bærinn blómgaðist og tók stöðugum vexti og við-
gangi, svo furðu gegndi.
Heldrimannavagnar og veiðivagnar, matvagnar og bændavagnar
skröltu um göturnar. Það varð naumast komist þversfótar fyrir
mannþyrpingunni, sem var að fara til kaupa í búðirnar og fá
skuldina innfærða í viðskiftabækurnar. Og þegar á daginn leið,
úði og grúði á táunum af fólki, sem var að ganga sér til skemt-
unar og horfa hvert á annað og heilsast og sýna nýju fötin sín.
Hinn helzti af borgurunum, sem gekk við gullhúnaðan göngu-
staf og átti stærsta húsið og var skuldugastur, áleit, að bezta sönn-
unin fyrir því, hve þroski og velmegun bæjarins færi sívaxandi,
væri óhófið, sem þar ætti sér stað.
En hverjum var það að þakka öðrum en hinum ötulu atorku-
mönnum, sem kunnu lagið á þvi að draga arðfé og lánstraust til
bæjarins. Eess vegna voru haldin heiðursgildi og fagnaðaröl og
afmælisveizlur og heimsóknir með fánum og blysum á silfur- og
gullbrúðkaupsdögum. Og eins var það, þegar sjötíu og fimm eða
hundrað ár voru liðin frá þvi, að afi þeirra eða langafi sté á land
á bryggju bæjarins, eða undirstöðusteinninn var lagður undir hús
þeirra, sem mann fram af manni hafði verið aukið og fært út til
allra hliða, svo að enginn mundi hafa gjört sér í hugarlund, hve
lítill fyrsti vísirinn til þessa alls hafði verið.
Og þegar einhver af feðrum bæjarins sálaðist, var haldin fá-
dæma sorgarhátíð. Um allan bæinn blöktu merki á hálfri stöng,
og eins á skemtiskútunum og seglbátunum á höfninni, og öllum
búðum var lokað. Svartir dýrindisdúkar voru pantaðir til að
breiða á göturnar, söngfélög og alls konar félög þrömmuðu af
stað í fylkingu, sem aldrei ætlaði enda að taka, en lúðrarnir drundu
dimmum sorgarsöng, og á kistunni, sem var alþakin blómum, lágu
pálmar og eikisveigar. Við gröfina var sunginn kórsöngur, og
presturinn kallaði alla, sem viðstaddir voru, til vitnis um það,
hvílikur ágætis heimilisfaðir og gestgjafi hinn framliðni hefði verið.
En einstöku sérvitringar — eins og margir þeir eru, sem alt
af fara sinna ferða og aldrei eru á sömu skoðun og aðrir, og
enginn bær er laus við — skildu ekkert i því, á hverju bærinn
gæti eiginlega lifað.
A höfninni lágu ekki önnur skip en seglbátar og skemti-
skútur; ekki var svo sem fiskiaflinn, og á landi var hvorki á
skógarhöggi né málmnámi að græða. Ekki voru þar heldur verk-