Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 108

Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 108
io8 viðskifti, og bærinn blómgaðist og tók stöðugum vexti og við- gangi, svo furðu gegndi. Heldrimannavagnar og veiðivagnar, matvagnar og bændavagnar skröltu um göturnar. Það varð naumast komist þversfótar fyrir mannþyrpingunni, sem var að fara til kaupa í búðirnar og fá skuldina innfærða í viðskiftabækurnar. Og þegar á daginn leið, úði og grúði á táunum af fólki, sem var að ganga sér til skemt- unar og horfa hvert á annað og heilsast og sýna nýju fötin sín. Hinn helzti af borgurunum, sem gekk við gullhúnaðan göngu- staf og átti stærsta húsið og var skuldugastur, áleit, að bezta sönn- unin fyrir því, hve þroski og velmegun bæjarins færi sívaxandi, væri óhófið, sem þar ætti sér stað. En hverjum var það að þakka öðrum en hinum ötulu atorku- mönnum, sem kunnu lagið á þvi að draga arðfé og lánstraust til bæjarins. Eess vegna voru haldin heiðursgildi og fagnaðaröl og afmælisveizlur og heimsóknir með fánum og blysum á silfur- og gullbrúðkaupsdögum. Og eins var það, þegar sjötíu og fimm eða hundrað ár voru liðin frá þvi, að afi þeirra eða langafi sté á land á bryggju bæjarins, eða undirstöðusteinninn var lagður undir hús þeirra, sem mann fram af manni hafði verið aukið og fært út til allra hliða, svo að enginn mundi hafa gjört sér í hugarlund, hve lítill fyrsti vísirinn til þessa alls hafði verið. Og þegar einhver af feðrum bæjarins sálaðist, var haldin fá- dæma sorgarhátíð. Um allan bæinn blöktu merki á hálfri stöng, og eins á skemtiskútunum og seglbátunum á höfninni, og öllum búðum var lokað. Svartir dýrindisdúkar voru pantaðir til að breiða á göturnar, söngfélög og alls konar félög þrömmuðu af stað í fylkingu, sem aldrei ætlaði enda að taka, en lúðrarnir drundu dimmum sorgarsöng, og á kistunni, sem var alþakin blómum, lágu pálmar og eikisveigar. Við gröfina var sunginn kórsöngur, og presturinn kallaði alla, sem viðstaddir voru, til vitnis um það, hvílikur ágætis heimilisfaðir og gestgjafi hinn framliðni hefði verið. En einstöku sérvitringar — eins og margir þeir eru, sem alt af fara sinna ferða og aldrei eru á sömu skoðun og aðrir, og enginn bær er laus við — skildu ekkert i því, á hverju bærinn gæti eiginlega lifað. A höfninni lágu ekki önnur skip en seglbátar og skemti- skútur; ekki var svo sem fiskiaflinn, og á landi var hvorki á skógarhöggi né málmnámi að græða. Ekki voru þar heldur verk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.