Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 3
3
fram. Að vísu lásu menn nokkuð rit Hippókratesar og Galenosar
við læknaskólann í Salernó, Aristóteles og lítið eitt annað af
grískri heimspeki við »Studium Parisiense« (guðfræðingaskólann í
París) og aðra guðfræðisháskóla, sem smámsaman risu upp. En
menn höfðu ekki frumritin grísku, heldur aðeins lélegar latneskar
þýðingar, og voru sumar þeirra gjörðar eftir arabiskum þýðingum.
Rómverska lögspeki stunduðu menn og, einkum í Bólogna; en
gullaldarritin latnesku hirtu tuenn hvergi um. I bókasöfnum
klaustranna iágu hin dýrmætu handrit hulin og hálfeyðilögð aí
óhreinindum og myglu. Rifu hinir fáfróðu munkar þau oft í
sundur, til þess að rita sálmavers og töfraþulur á sneplana, og
seldu síðan sem verndargripi.
Þá vaknaði á 13. og einkum á 14. öld nýr andi á Ítalíu. Við
krossferðirnar komust menn í viðskifti við Austurlönd, og jukust
þau æ síðan; iðnaður og verzlun blómgaðist meir og meir, borg-
irnar auðguðust og borgurunum óx sjálfstraust og kjarkur. Við
þetta fór mönnum að verða æ meir og meir hugleikið um nátt-
úruna og manninn, og menn huriu frá hinni yfirnáttúrlegu heims-
skoðun, meinlætingunum og heimshafnaninni, er drepið höfðu í
dróma líf miðaldanna, er í raun og veru hafði fjör og æskuþrek
að geyma. Það var eins og menn væru að kasta ellibelgnum og
ný æskuöld rynni upp hjá þjóðunum. Menn vildu lifa með ög
njóta lífsins í ómældum teygum. Menn voru nú líka orðnir leiðir
á skólaspekinni, sem hafði gjörtæmt efni sitt, og þess vegna lenti
í tómum málkrókum. Þá var það að Petrarca og síðan margir
aðrir leiddu í ljós gullaldarhandritin latnesku og grófu þau upp
með óþreytandi elju um öll Vesturlönd. Löngu áður en Tyrkir
unnu Miklagarð fluttust mörg grísk handrit frá Grikklandi til
Italíu, og menn lögðu mikla stund á að læra grísku, eða að snúa
hinum grísku ritum á latínu, til þess að fleiri gætu kynst þeim.
Menn settu á stofn bókhlöður miklar, einkum Vaticana (páfahöll-
ina í Rómaborg) og Laurentiana (lárenzku bókhlöðuna í Flórenz).
Þá fanst og prentlistin og kom hún í góðar þarfir til að margfalda
hina fornu texta, og greiddi þannig fyrir rannsóknunum. í öllum
þessum fornritum fundu menn menjar lífs, er virtist vera svo
fagurt og fullkomið, sem mestu aibragðsmenn þeirra tíma gátu
kenningar kirkjunnar og hinna fornu heiðnu heimspekinga, einkum Aristótel-
esar. ÞÝÐ.
1