Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 11
II ég játa fúslega, að því er snertir þá guðfræðinga, er vilja stunda guðfræðina vísindalega og eiga að þýða ritninguna gagnrækilega og svo vel, að treysta megi; þeir þurfa sannarlega málfræðislega mentun, einkum í grísku, og hana mjög vandlega; en þeir eiga þá að fá alt annan undirbúning, en þeir fá nú, lesa önnur rit, en þau, er þeir kynnast nú í skólunum, og að öllum jafnaði láta sér duga. En ég held þvi jafnfastlega fram, að slík málakunnátta sé óþörf óbreyttum prestum, enda geta þeir ekki aflað sér hennar og hafa hana ekki heldur til að bera; viðvíkjandi þessu skal ég skirskota til orða Lúters í bréfi hans til ráðherranna í hinum þýzku borgum: »Obreyttur prestur hefur í þýðingum svo mörg ljós ritningarorð og texta, að hann getur skilið Krist, kent og lifað heilögu líferni og prédikað fyrir öðrum; en án hjálpar mál- anna er ekki unt að þýða ritninguna og berjast gegn þeim, er rangfæra hana. Og jafnan verða slíkir spámenn að vera til meðal kristinna manna, er rannsaka og þýða ritninguna og eru dugandi stríðsmenn; en það er ekki nauðsynlegt, að sérhver kristinn maður eða prestur sé slíkur spámaður, og á ekki heldur svo að vera.« En það er sjálfsagt réttast að skoða lærðu skólana sem menta- stofnanir, er hafi það sérstaklega og sjálfstæða takmark, að veita æskulýðnum fróðleik þann, sem nauðsynlegur er í lífinu, og svo mikið af þeirri æðri mentun, er gjörir lífið fagurt og efnisríkt, sem námstíminn leyfir. Haldi menn því fram, að ætlunarverk skólanna sé þetta, þá verður öldungis óhjákvæmilegt að láta forn- málin þoka, svo sem ég hefi sagt; því eins og fornmálanámið er nú, verður það óvinnandi tálmun þess, að skólarnir nái þessu takmarki, og er því beinlínis til tjóns fyrir skólana. Fornmálin taka hjá oss meira en þriðjung námstímans seinustu fjögur árin; hver verður svo afleiðingin af því? Lærisveinarnir verða að láta sér nægja harla bágborna kunnáttu í stærðfræði og litla eða enga í náttúruvísindunum, er mest hjálpa oss til að skilja lífið umhverfis oss. Kensla móðurmálsins ætti hvað mest að menta anda hinna ungu manna, en hún getur ekki orðið svo víðtæk, sem þarf til þess; lærisveinarnir fá enga hugmynd um marga hugðnæma og mikilsverða kafla í menningarsögu Norðurálfu eftir lok fornaldar- innar; og loks fá þeir alsendis ónóga kunnáttu í nýju málunum, einkum ensku; en þó veita þau mál þeim aðgöngu að bókmentum, sem að minni hyggju eru að minsta kosti jafnauðugar og jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.