Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 82

Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 82
82 þessa miklu réttarbót i lög og er líklegt, að hún eigi enn þá langt í land; að minsta kosti hefur Irlandsmálinn eigi verið hreyft síðan og þeir, sem tóku við af Gladstone, eru eigi þeir garpar, að þeir séu líklegir til að afreka slíkt stórvirki. Flestum þeim mönnum, er reyna að kynna sér nokkurn veginn greinilega pólitísk störf Gladstones, mun þykja liklegt, að hann hafi eigi haft mikinn tíma afgangs til annara starfa. En þvi er þó eigi svo varið. Hann fékst alla sina æfi mikið við bókmentaleg störf, og á hann i því sammerkt við marga stjórnvitringa þessarar aldar. Peir Beacons- field, Thiers, Guizot, Castelar, Minghetti voru allir rithöfundar. Glad- stone fékst sérstaklega við Hómerskvæði; hefur hann samið stórt rit um þau, en litið gjöra vísindamenn úr þvi starfi hans, enda eru vísindalegar ályktanir hans ekki altaf upp á marga fiska; einhvers staðar segir hann t. d., að þríforkur Poseidons fyrirmyndi heilaga þrenning! Hann hefur og skrifað hitt og þetta um trúfræðisleg efni, þvi að hann var altaf hinn mesti trúmaður. En léleg þykja þau rit flest, einkum hin eldri, sem eru full af hleypidómum, barnaskap og hinni kátlegustu tröllatrú á ensku kirkjuna, sem hann um þær mundir hélt, að væri betur fallin en nokkur önnur kirkja til þess að koma mönnum inn í himnaríki og gjöra þá sáluhólpna. Gladstone kvongaðist 1839 og lifir kona hans enn; þeim varð margra barna auðið og samfarir þeirra voru hinar beztu; það er haft eftir Gladstone, að heimilislifi sinu ætti hann það að þakka, hve lengi sér hefði tekist að standa á uppréttum fótum. Hann dó 19. mai 1898. II. Árið 1851 sendi Friðrik Vilhjálmur IV. nýjan sendiherra til sam- bandsþingsins í Frankfurt. Pað embætti hafði jafnan áður verið falið ráðnum og rosknum mönnum, því að um þær mundir voru jafnan hinar mestu viðsjár með hinum þýzku rikjum, sérstaklega milli Prússlands og Austurríkis. En í þetta skifti var ungur og litt reyndur maður kjörinn til þessa starfs og hugðu menn því allmisjafnt til afreka hans á sam- bandsþinginu. Pessi maður hét Otto v. Bismarck-Schoenhausen (f. 1815); hann hafði þá um nokkur ár setið á þingi og vissu menn það eitt um skoðanir hans á stjórnmálum, að hann var hinn harðsnúnasti mótstöðu- maður frjálslynda flokksins, og hafði hann engar dulur dregið á það meðan á byltingunni stóð 1848; sú framkoma hans hafði áunnið honum hylli Friðriks Vilhjálms. Annars fóru misjafnar sögur af honum. Pað var t. d. kunnugt, að á meðan hann stundaði nám við háskólann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.