Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 37
i7 fyrir henni bæði í ræðu og riti, og það nieð svo miklum áhuga og eldlegu fjöri, að hann hefir rafmagnað og dáleitt allan þorra manna, svo að menn hafa fylgt honum hugsunarlaust og í blindni, og trúað hverju orði, sem fram hefir gengið af munni hans, sem goðasvari. Þetta hefir leitt til þess, að fáir sem engir hafa tekið sér fyrir hendur að rannsaka málið rækilega, heldur hafa hér um bil allir eingöngu bygt skoðanir sínar á rannsóknum og orðum forvígismannsins og étið alt upp eftir honum. Þeir fáu, sem hafa haft manndáð í sér til þess, að líta sjálfstæðum augum á málið og farið að mögla, hafa ekki komist upp fyrir moðreyk, heldur verið kveðnir niður sem »landráðamenn«, »föðurlandsvikarar« og þar fram eftir götunum. Og þá hefir annaðhvort þrekið ekki verið meira en svo, að þeir hafa þagnað og jafnvel samsint öllum fjöld- anum, eða rannsóknir þeirra hafa ekki haft svo djúpar rætur, að þeir treystu sér til að halda sannfæring sinni til streitu og koma henni inn hjá öðrum. Það er enginn vafi á því, að það er ein- mitt það, sem mest hefir skaðað oss í vorri löngu stjórnarbáráttu, hve fáir hafa gert sér far um að lesa málið vel niður í kjölinn. Menn hafa um of einblínt á þær breytingar, sem stungið hefir verið upp á, en hitt hafa menn svo að segja ekki rannsakað, hvort þær væru samrýmanlegar þeim réttargrundvelli, sem vér nú stönd- um á. Menn hafa látið forvígismanninn einan um að rannsaka þetta, og tekið öllu, sem hann hefir sagt um það, með trúarinnar augum.. Hann hefir sagt, að breytingarnar væru í fullu samræmi við réttargrundvöllinn, og svo hafa menn álitið það sannað, og endurtekið sannanir hans hver eftir annan. En hefðu menn sjálfir farið að rannsaka þetta, hefði kannske annað orðið ofan á í sumum greinum. Menn hefðu þá máske rekið sig á, að sumar af sönn- unum forvígismannsins eru ekki sem traustastar né staðhæfingar hans sem réttastar. Að sýna þetta rækilega gæti verið nægilegt efni í langa ritgerð, en hér er ekki rúm fyrir hana og verður því fátt eitt að nægja. Eftir þessar athugasemdir skulum vér þá snúa oss að þeim aðalagnúum, sem eru á benedizkunni. Fyrsti agnúinn er sá, — sem þó í sjálfu sér er lítilvægastur, ef eins mikið væri í aðra hönd og af er látið, — að stjórnarfyrir- komulag hennar yrði oss afardýrt. Skilríkum mönnum hefir talist svo til, að kostnaðaraukinn, frá því sem nú er, mundi nema að minsta kosti 30—40 þúsundum króna á ári, auk stórmikils tjár í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.