Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 54
54
úr garði gerð hjá þinginu, að stjórninni er ómögulegt að staðfesta
þau. En hér ber aftur að sama brunninum. ÍM þetta stafar að
miklu leyti af undirbúningsleysi málanna, áður en þau koma á þing,
og skorti á forustu af stjórnarinnar hálfu á sjálfu þinginu. Sökum
ókunnugleika ráðgjafans og hve timi sá, er hann getur varið til
mála vorra, er naumur, getur hann aldrei orðið leiðtogi í fram-
faramálum vorum. Öll hin þýðingarmestu frumvörp verða því,
eins og reynslan sýnir, að öllum jafnaði að koma frá einstökum
þingmönnum. Og þegar svo er, má nærri geta, hvernig undir-
búningurinn oftast nær er. Þingmennirnir sitja hver á sínu lands-
horni og hafa engin tök á að útvega sér þær skýrslur og upplýs-
ingar, sem nauðsynlegar eru og stjórnin ein getur útvegað. Undir-
búningurinn verður því hjá þeim meira af vilja en mætti. Og
þegar á þingið kemur, er heldur ekki hægt að bæta úr þessu, bæði
af því að þingtiminn er svo stuttur, að enginn tími er til þess,
og af því að hver þingmaður, sem er að nokkru nýtur, er þá svo
ofhlaðinn af hinum daglegu þingstörfum, að engin tæki eru á að
sinna neinu verulegu utan hjá.
Og svo bætist hér við samvinnuleysið millum alþingis og
stjórnarinnar á þinginu sjálfu. Þegar um þingmannafrumvörp er
að ræða, getur fulltrúi stjórnarinnar, landshöfðingi, sjaldan eða
aldrei sagt með nokkurri vissu um það, að hverju stjórnin muni
vilja ganga, né hvað hún muni aftaka. Það er sem sé reynsla
fyrir þvi, að stjórnin hefir stundum gengið að því, sem lands-
höfðingi hefir talið frágangssök, og hins vegar þverneitað sumu,
sem landshöfðingi hefir álitið aðgengilegt. Þetta elur upp kergju
í þingmönnum og kemur þeim til að taka of litið tillit til orða
stjórnarfulltrúans, jafnframt og það veikir ábyrgðartilfinning þings-
ins svo tilfinnanlega, að hinn mesti voði er af búinn fyrir sjálf-
stæði vora og pólitiskan þroska.
En þetta stafar alt af því, að ráðgjafinn ekki mætir sjálfur á
þinginu og semur við það, heyrir röksemdir þess og það aftur
hans, svo báðir þessir aðilar löggjafarvaldsins geti tekið það tillit
hvor til annars, sem vera ber, og eitt getur leitt til affarasæls ár-
angurs. Og ekki nóg með það, að ráðgjafinn fær ekki að heyra
röksemdir þingsins, heldur getur hann látið sér svo hjartanlega á
sama standa, hverjar þær eru, af því þingið hefir ekkert tangarhald
á honum og hann þarf aldrei að standa reikningskap ráðsmensku
sinnar frammi fyrir því. Hann er aðallega dómsmálaráðgjafi Dana