Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 70
?o alþingi og taka þátt i umræðum þess, þá sé hann líka skyldur til að gera það. Ekki sízt þar sem þessi ummæli stjórnarinnar bætast nú við, virðist því tryggingin fullviðunandi, enda hin sama og í stjórnarlögum annara landa, sem enginn hefir yfir kvartað. 4. þjóðerni ráðgjafans. Þeirri mótbáru hefir og verið hreyft, að engin trygging væri fyrir því, að ráðgjafinn yrði íslend- ingur. Tryggingin fyrir því er að visu ekki fullkomin, en þó svo mikil, sem yfir höfuð er unt að fá, eftir þvi sem sambandi Islands og Danmerkur nú einu sinni er farið. Samkvæmt gildandi lögum hafa Islendingar rétt til allra embætta í Danmörku, eins ráðgjafa- embætta sem annara. Eins verða að hinu leytinu Danir að hafa, — eins og þeir líka nú hafa, — rétt til aUra íslenzkra embætta, og eins ráðgjafaembættisins sem annara, ef þeir geta sýnt, að þeir hafi nægilega kunnáttu í íslenzkri tungu. Það væri því brot á jafnrétti Dana og Islendinga, ef ákveðið yrði í lögum, að Danir skyldu algerlega útilokaðir frá einhverju ákveðnu embætti, og Is- lendingum einum áskilinn réttur til þess. Aftur á móti getur stjórnin, er sérstakar ástæður mæla með því, gert sér að reglu, að veita sum embætti íslendingum einum, eins og nú er orðið með landshöfðingjaembættið og mörg fleiri íslenzk embætti, er áður voru veitt Dönum. Og að stjórnin ætli sér að beita þessari reglu, að því er hið íslenzka ráðgjafaembætti snertir, má sjá af þeim köflum, er birtir hafa verið, úr bréfi ráðgjafans til landshöfðingja 3i.maí 1897. I því bréfi hefir stjórnin gefið fulltrúa sínum heim- ild til að lýsa því yfir, að hinn nýi ráðgjafi verði að sjálfsögðu bæði að skilja og tala íslenzku, en af því leiði aftur í raun og veru, að hann hljóti að verða íslendingur. Af þessu getur hver maður séð, að það er ekki einungis tilætlun stjórnarinnar, að ráð- gjafi Islands skuli verða Islendingur, heldur álítur hún það bein- línis óumflýjanlegt. Fvllri trygging fyrir þessu er varla unt að fá, án þess að ganga of nærri réttindum konungs og samþegna vorra í Danmörku. /. Valdið út úr landinu. Enn eru þeir menn til, sem svo algert skilningsleysi hafa sýnt á stjórnarfari voru, að þeir hafa haldið því fram, að stjórnartilboðið miðaði að því, að flytja valdið út úr landinu. Þetta hafa menn bygt á þvi, að ef ráðgjafinn yrði Islendingur, sem ekki hefði öðrum störfum að sinna en málum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.