Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 70
?o
alþingi og taka þátt i umræðum þess, þá sé hann líka skyldur til
að gera það. Ekki sízt þar sem þessi ummæli stjórnarinnar bætast
nú við, virðist því tryggingin fullviðunandi, enda hin sama og í
stjórnarlögum annara landa, sem enginn hefir yfir kvartað.
4. þjóðerni ráðgjafans. Þeirri mótbáru hefir og verið
hreyft, að engin trygging væri fyrir því, að ráðgjafinn yrði íslend-
ingur. Tryggingin fyrir því er að visu ekki fullkomin, en þó svo
mikil, sem yfir höfuð er unt að fá, eftir þvi sem sambandi Islands
og Danmerkur nú einu sinni er farið. Samkvæmt gildandi lögum
hafa Islendingar rétt til allra embætta í Danmörku, eins ráðgjafa-
embætta sem annara. Eins verða að hinu leytinu Danir að hafa,
— eins og þeir líka nú hafa, — rétt til aUra íslenzkra embætta,
og eins ráðgjafaembættisins sem annara, ef þeir geta sýnt, að þeir
hafi nægilega kunnáttu í íslenzkri tungu. Það væri því brot á
jafnrétti Dana og Islendinga, ef ákveðið yrði í lögum, að Danir
skyldu algerlega útilokaðir frá einhverju ákveðnu embætti, og Is-
lendingum einum áskilinn réttur til þess. Aftur á móti getur
stjórnin, er sérstakar ástæður mæla með því, gert sér að reglu, að
veita sum embætti íslendingum einum, eins og nú er orðið með
landshöfðingjaembættið og mörg fleiri íslenzk embætti, er áður
voru veitt Dönum. Og að stjórnin ætli sér að beita þessari reglu,
að því er hið íslenzka ráðgjafaembætti snertir, má sjá af þeim
köflum, er birtir hafa verið, úr bréfi ráðgjafans til landshöfðingja
3i.maí 1897. I því bréfi hefir stjórnin gefið fulltrúa sínum heim-
ild til að lýsa því yfir, að hinn nýi ráðgjafi verði að sjálfsögðu
bæði að skilja og tala íslenzku, en af því leiði aftur í raun og
veru, að hann hljóti að verða íslendingur. Af þessu getur hver
maður séð, að það er ekki einungis tilætlun stjórnarinnar, að ráð-
gjafi Islands skuli verða Islendingur, heldur álítur hún það bein-
línis óumflýjanlegt. Fvllri trygging fyrir þessu er varla unt að fá,
án þess að ganga of nærri réttindum konungs og samþegna vorra
í Danmörku.
/. Valdið út úr landinu. Enn eru þeir menn til, sem svo
algert skilningsleysi hafa sýnt á stjórnarfari voru, að þeir hafa
haldið því fram, að stjórnartilboðið miðaði að því, að flytja valdið
út úr landinu. Þetta hafa menn bygt á þvi, að ef ráðgjafinn yrði
Islendingur, sem ekki hefði öðrum störfum að sinna en málum