Eimreiðin - 01.01.1899, Blaðsíða 39
4i
Er þá ekki fyrir löngu búið að »innlima« ísland í Danmörku?
Jú, sannarlega; það var gert fyrir 28 árum með stöðulögunum
2. jan. 1871, þar sem ákveðið er, að Island skuli vera »óaðskiljan-
legur hluti Danaveldis*. Innlimunin er hér svo skýrt tekin fram,
að engin vafi getur á leikið.
Ef vér eigum að geta gert oss von um nokkurn árangur af
stjórnarbaráttu vorri, verðum vér jafnan að hafa það hugfast, að
vér megum aldrei fara út fyrir þann réttargrundvöll, sem vér nú
stöndum á. Þetta munu nú að vísu allir játa, en hitt virðist ekki
öllum jafnljóst, hver réttargrundvöllurinn eiginlega er. Það rná
þráfaldlega heyra menn vera að vitna í þær kröfur, er Jón Sigurðsson
og aðrir Islendingar hafi gert í hinni fyrri stjórnarbaráttu vorri,
og það virðist jafnvel nokkuð alment álit manna, að vér enn
getum gert allar hinar sömu kröfur. En menn athuga þá ekki
nægilega, að íslendingar þd stóðu á alt öðrum réttargrundvelli, en
vér nú stöndum á. Þá bygðu menn kröfur sínar á óskertum lands-
réttindum Islendinga, miðuðum við gamla sáttmála og önnur eldri
lög og ákvarðanir. Þetta gátu menn gert með fullum rétti fram
að 1871, en nú getum vér það ekki, því nú er réttargrundvöllur-
inn breyttur og hin fornu landsréttindi vor ekki lengur óskert.
Þau voru skert með stöðulögunum, að vísu móti vorum vilja, en
þó á lögfullan hátt. A grundvelli stöðulaganna hvílir svo stjórnar-
skrá vor og gildi grundvallarlaganna, að svo miklu leyti sem þau
ná til íslenzkra mála.
Þetta er því sá réttargrundvöllur, sem vér nú verðum að
byggja á: stöðulögin og stjórnarskráin og að nokkru leyti grundvallar-
lög Dana.
Þetta viðurkennir lika forvígismaður benedizkunnar í öðru
veifinu. Þannig segir hann í Andvara XVIII, 24: »Hinn einasti
réttargrundvöllur, sem eftir verður, til þess að gefa kröfum vorum
gegn Danastjórn fasta ákvarðaða mynd, er stöðulögin og stjórnar-
skráin 1874.« Og í sömu ritgerðinni á bls. 125: »samkvæmt því,
sem hér á undan er sýnt fram á, er þetta hinn eini hyggilegi grund-
vóllur, sem bygð verður á krafan um lakmarkað sjálfsforrceði fyrir ís-
land, sem stendur.« Ennfremur á bls. 126: »En á hinn bóginn er
það ennfremur, samkvæmt því, sem áður er sagt, óhyggilegt og
óleyfilegt, að ganga út yfir það, sem lög þessi beinlínis eða óbein-
linis viðurkenna, að vér eigum heimting á.« Og loks á bls. 130:
»Vér höfum einnig sýnt fram á, að stjórnarbarátta íslendinga á