Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Page 60

Eimreiðin - 01.01.1899, Page 60
6o textanum stendur: »löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig«, en í danska textanum: »sin egen Lovgivning og Forvallning«. Að vísu má segja, að í báðum textunum liggi nokkurn veginn hið sama; en »út af fyrir sig« er þó ákveðnara og sterkara en »egen«; og »Forvaltning« táknar hér »umboðsvaldið« eða »umboðsstjórnina«, en flestir Islendingar munu hafa álitið, að orðið »stjórn« í hinum íslenzka texta táknaði þar sama og danska orðið »Regering«, enda er orðið »stjórn« langoftast haft í þeirri þýðingu í öllu alþingis- máli voru og lagamáli. I annan stað virðist hinn mismunandi skilningur hafa stafað af því, að Islendingar hafa ekki nægilega athugað, að hinn æðsti liður löggjafar- og umboðsvaldsins, konungurinn, samkvæmt stöðu- lögunum jafnan hlýtur að vera sameiginlegur fyrir bæði hið danska og hið íslenzka löggjafar- og umboðsvald, svo að ákvæði stjórnar- skrárinnar um það, að hið íslenzka löggjafar- og umboðsvald skuli vera sérstakt eða út af fyrir sig, aldrei getur náð til hans, heldur að eins til hinna annara liða löggjafar- og umboðsvaldsins. Til konungsins gæti það því að eins náð líka, að Danmörk og Island stæðu í persónusambandi einu, hvort með sinu sérstaka ríkisráði og engum sameiginlegum alríkislögum. En fyrir það hafa stöðu- lögin girt með því ákvæði sinu, að Island skuli vera »óaðskiljan- legur hluti Danaveldis«. En einkum og mestmegnis virðist þó hinn mismunandi skiln- ingur hafa stafað af því, að Islendingum hefir ekki verið nægilega kunnugt um, hvernig meðferð mála er háttað í ríkisráðinu, og því ætlað, að ríkisráðsseta Islandsráðgjafans, og flutning íslenzkra sérmála þar fyrir konungi, væri að ýmsu leyti hættuleg fyrir sjálf- stæði hins íslenzka löggjafar- og umboðsvalds. Þetta stafar aftur — eins og fleira gottl — af því, að alþingi og stjórnin hafa aldrei átt kost á að bera sig saman og talast við um þetta atriði. Af því hefir leitt, að stjórnin hefir ekki fengið að vita um hina röngu skoðun á meðferð mála í ríkisráðinu, og því ekki fengið tækifæri til að leiðrétta hana. Að sönnu hefir þessi skoðun komið fram í sumum ályktunum alþingis; en hin danska þýðing þeirra, sem ein hefir komið fyrir augu stjórnarinnar (ráðgjafans), hefir verið svo ónákvæm, að stjórnin hefir ekki af henni getað séð, að skoðun alþingis á þessu væri neitt athugaverð. Hins vegar hefir og hin íslenzka þýðing á sumum þeim skjölum, sem komið hafa frá stjórninni, verið þannig úr garði gerð, að þau hlutu að styrkja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.