Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 59
59
áður og ríður að engu leyti í bága við ríkisráðssetu ráðgjafans.
Að landið haíi »löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig« táknar það,
að íslenzk löggjöf sé, að því er sérmálin snertir, óháð danskri
löggjöf og aðskilin frá henni, og að allir liðir löggjafarvaldsins og
umboðsvaldsins (en það táknar orðið »stjórn« á þessum stað) séu
sérstakir og aðskildir frá löggjafar- og umboðsvaldi Dana, — að
konunginum einum undanskildum. Konungurinn er auðvitað algerlega
sameiginlegur bæði fyrir hið danska og íslenzka löggjafar- og um-
boðsvald, og það hlýtur hann líka að vera, þar sem hann er kon-
ungur í einu alríki, en ekki í íveimur sjálfstœðum ríkjum, sem standi
í persónusambandi einu hvort við annað. Og þar sem nú kon-
ungur samkvæmt alríkislögunum getur ekki tekið neinn verulegan
þátt í löggjöf og stjórn ríkisins, hvort sem er að ræða um það
alt eða einstaka hluta þess, nema í ríkisráðinu, þá hlýtur ríkisráðið
að þessu leyti líka að verða sameiginlegt fyrir alt ríkið og hvern
einstakan hluta þess. Þetta viðurkennir líka forvígismaður bene-
dizkunnar, þar sem hann í ritgerð einni í Andvara (XVIII, 142) segir,
að það sé »vafalaust, að annar hinn íslenzki löggjafaraðili, konung-
urinn, er erlendur, erlendum stjórnlögum háður í þeim atriðum
löggjafarinnar, sem mest um varða.« En þó að þessu sé nú
þannig varið, þá ríður það þó engan veginn í bága við, að löggjaf-
ar- og umboðsvald hvers einstaks ríkishluta geti verið aðskilið eða
út af fyrir sig, með því að konungurinn getur ekkert framkvæmt
í löggjöf eða stjórn, nema með aðstoð og samþykki hinna annara
liða löggjafar- og umboðsvaldsins (p: löggjafarþingsins og stjórnar-
innar eða ráðgjafanna, hvort sem þeir eru einn eða fleiri) í hverj-
um einstökum ríkishluta. Með því nú þannig engin ályktun
konungs í sérmálum Islands getur fengið gildi eða orðið fram-
kvæmd, nema einmitt ráðgjafinn fyrir Island veiti benni samþykki
sitt og undirskrifi hana, þá hefir landið »löggjöf sina og stjórn út
af fyrir sig« eins fyrir því, þó að ráðgjafinn flytji málin fyrir
konungi í ríkisráði alríkisins, — alveg eins og Danmörk hefir
löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig, þó hinir dönsku ráðgjafar
flytji hin dönsku sérmál þar í nærveru íslandsráðgjafans.
En hvernig stendur þá á þessum mismunandi skilningi al-
þingis og stjórnarinnar á þessu ákvæði stjórnarskrárinnar? munu
menn spyrja. Hann stafar ef til vill að nokkru leyti af því, að
alþingi hefir um of einblínt á hinn islenzka texta stjórnarskrár-
innar, en stjórnin aftur á hinn danska texta hennar. 1 islenzka