Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 34

Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 34
34 verðum að standa undir verndarvæng einhverrar annarar þjóðar, þá væri það hið mesta óráð að breyta til í því efni. Það mætti leiða mörg góð og gild rök að því, að oss hlýtur að vera hollara að standa í pólitisku sambandi við Dani en nokkra aðra þjóð hér nærlendis. En af því vér þykjumst vita, að flestir muni sjá þessi rök sjálfir, ef þeir athuga máiið vel, þá sleppum vér að fara lengra út í þá sálma. Hitt virðist og nægilegt, að benda á það, að það er alls ekki á voru valdi að slíta sambandinu. Engum dettur víst í hug, að vér höfum það bolmagn gegn Dönum, að vér getum gert það að þeim nauðugum. Að gera nokkra tilraun til þess, væri að gera sjálfan sig hlægilegan. Sambandinu yrði þá að vera slitið á lögfullan hátt með frjálsu og fullu samþykki Dana. En getur nú nokkrum í fullri alvöru komið til hugar, að Danir færu sjálfviljuglega að sleppa öllum tökum á Islandi? Séu þeir menn til, þá leiðum vér hest vorn frá að eiga orðastað við þá, og látum oss nægja að svara þeim með svo hljóðandi kafla úr grein eftir Bene^ dikt Sveinsson (í Andvara XVIII, 118—119): »Algjört pólitiskt frelsi er nú með öllu tilgangslaust að heimta af Dönum, þegar af þeirri ástæðu, að það mundi koma í bága við grund- vallarlög þeirra, sem stjórnin fastlega heldur fram, að séu gildandi fyrir ísland; og þótt vér álítum, að svo sé ekki, hefur það í þessu efni enga þýðing, samkvæmt því, sem áður var sagt. Það eru því harla skaðlegir útúrdúrar, og glepur fyrir framsókn þjóðarinnar, er einstakir menn hafa verið að hvetja almenning til þess, að senda stjórninni bænarskrár, og jafnvel áskoranir til alþingis í þessa átt, og rnunu víst flestir álita það yfirfljótanlegt þessu til sönnunar, að vísa til þeirra forlaga, er jafnvel hinar allra hógvæmstu kröfur Islands hafa hlotið allan hluta þessarar aldar, er staðið hefur á þæfingnum við Danastjórn, auk þess sem frum- kvöðlar þessarar ótimabæru uppástungu hafa gleymt, að meira Jbarf en samþykki Dana einna, til þess að Island gæti orðið viðurkent sfem sjálf- stætt að öllu leyti í álfu vorri. — Ennfremur er þessi krafa þess eðlis, að væri henni haldið fram, yrði að gjalda við henni hreint já eða hreint nei. Afsláttur og millumvegur er þar ómögulegur, og leiddi slik krafa þvi, samkvæmt því, sem að ofan er sagt, til þess, að vér ekki fengjum neitt af þvi, sem oss ber með réttu, alt svo lengi sem grundvallarlög Dana standa og þeir einir halda í taumana. En eins og vér einnig höfum bent á hér að framan, væri það eitt út af fyrir sig nægilegt, til að sýna fram á ómögulegleik þessarar stefnu, ef leidd væru rök að þvi, að vér þyrftum nú þegar á nokkru að halda. af rétti vorum, til þess að geta lifað sem þjóð, til þess að geta haldið máli voru fram til sigurs að fullu og öllu á endanum. — Það er þannig auðsætt hverjum manni, að þessi vegur er með öllu ógengur; en vér höfum tekið þetta sérstaklega fram af þvi, að sú tillaga, eins og áður er sagt, hefur komið fram opin- berlega og virzt hafa nokkra fylgismenn, að það mundi tiltækilegast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.