Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Page 76

Eimreiðin - 01.01.1899, Page 76
76 einkum er þeir hafa borið það saman við hin löngu stjórnarskrár- frumvörp benedizkunnar og miðlunarinnar. En þó það sé stutt, þá er það harla efnisríkt og hefir miklar umbætur í sér fólgnar. Að sönnu skal það játað, að, ef hin fyrri stjórnarskrárfrumvörp hefðu verið fáanleg og úr þeim stórgöllum bætt, sem á þeim eru, þá hefðu umbæturnar í ýmsum greinum orðið meiri eftir þeim. En það er hvorki nokkur sanngirni né meining í þvi, að bera stjórnartilboðið saman við það, sem menn hingað til hafa hugsað sér, en er með ollu ófáanlegt. Menn verða að bera það saman við það ástand, sem nú er; og þegar það er gert, munu allir sann- gjarnir menn verða að kannast við, að umbæturnar eru alt annað en litlar. Hverjar þessar umbætur eru, höfum vér áður tekið fram (bls. 53—56) og skulum því ekki endurtaka það hér. Vér skulum i þess stað að eins tilfæra, hvað einn íslenzkur »dalbúi« hefir sagt um þessar umbætur, þó hann auðvitað nefni ekki nema sumt. Hann segir svo (Fjallk. XV, 46): »Til þess að sýna, hvilikur munur það sé, að ráðgjafinn mæti á þingi, og það maður, sem skilur og talar islenzku, móti þvi að hann sitji úti í Kaupmannahöfn, gersamlega þekkingarlaus um ísíandsmálefni, og eins og við er að búast áhugalítill fyrir þeim, skal ég taka eitt dæmi, sem ég vona, að minsta kosti, að allir bændur skilji. Ætti t. d. danskur maður í Reykjavik, sem aldrei hefði stigið fæti sínum út fyrir þann bæ, þekti ekkert til landshátta éða búskapar á Islandi, og skildi ekkert í mál- inu, bú norður á Langanesi, — hvort mundi þá happavænlegra fyrir blómgun búsins, að hann léti ráðsmanninn, sem ynni fyrir búinu, vera danskan mann, jafnókunnugan sjálfum sér um alla landsháttu — hann væri auk þess sífelt búsettur í Reykjavík —, eða þá að hann tæki til þess íslenzkan mann, vanan búskaþ og öðrum landsháttum, gerkunnugan öllu islenzku háttalagi og auk pess nauðakunnugan á Langanesinu, og léti hann svo að minsta kosti vera á búinu um heyskapartímann, til að segja þar fyrir og líta eftir. Allir geta séð, sem opin hafa augun, hversu íslenzki maðurinn, nauðakunnugur öllu búinu viðvíkjandi og staddur á því þann tima ársins, sem mest á ríður, mundi stjórna því betur, en hinn, sem ekkert þekti til og aldrei hefði stigið fæti sínum þangað. Eetta held ég að megi Ijóslega heimfæra upp á landstjórnina. Engum getur dulist, sem um það hugsar, hversu rniklu heppilegri þátt ráðgjafinn, sem mætir á þinginu öllum landsmálum kunnugur, og starfar að þeim með þingmönnum og ekki hefir annað að sýsla, getur tekið i stjórn landsins, en danski ráðgjafinn, sem ekkert þekkir til, skilur ekkert i málinu, lítur aldrei í þá átt, sem Island er, hefir Islandsmálin í hjá- verkum, en virðir þó tillögur landshöfðingja að vettugi, þegar honum ræður svo við að horfa. Rað má furða heita, ef almenningur skilur ekki þetta.«
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.