Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Side 80

Eimreiðin - 01.01.1899, Side 80
8o undir rnerki þeirra manna, er hann hafði áður barist á móti. En svo mikla virðingu hafa menn altaf borið fyrir sannleiksást hans, að honum hefur aldrei nokkurn tíma verið brigzlað um stefnuskifti sin. Hinn frægasti og skæðasti mótstöðumaður hans var Beaconsfield lá- varður og þeir voru ekki einungis andstæðingar í stjórnmálum, — alt eðlisfar þeirra var gagnstætt sem eldur og vatn. Beaconsfield hafði líka skift um skoðanir; þegar frjálslyndir menn i Kent vildu eigi kjósa hann til þings, gjörði hann sér hægt um hönd, fór i annað kjördæmi og þáði þar kosningu af afturhaldsmönnum. Hann hungraði og þyrsti eftir frægð og mannaforráðum að sama skapi sem Gladstone elskaði réttlæti og sannleika. Hann var hinn mesti glæsimaður í framgöngu og sómdi sér hið bezta í hirðsölum drotningar; Gladstone var maður hispurslaus i klæðaburði og kunni lítt til hirðsiða og það var meðal annars þess vegna, að Victoria drotning hafði altaf meiri mætur á Beaconsfield. Utanrikispólitík þeirra var gjörólik; Gladstone var eins og kunnugt er altaf talsmaður kúgaðra og okaðra þjóða og hann vildi hvað eftir annað steypa Englandi í hin mestu vandræði, til þess að rétta hlut þeirra. Beaconsfield fór ekki að neinu öðru en hagsmunum Englands; hann var kaldur og tilfinningalaus, eins og sagt er að stjórnmálamenn eigi að vera. Flestum rithöfundum kemur saman um, að stjórn hans á utanríkismál- unum hafi verið Englandi miklu heillavænlegri en stjórn Gladstones; og það er vist alveg satt. En engum kemur til hugar að efast um sið- ferðislega yfirburði Gladstones. Sem ræðumenn voru þeir líka hvor öðrum alveg ólikir. Ræður Beaconsfields voru kjarnorðar, fullar af andagift og »fleygum orðum«, sem hrifu alla til aðdáunar; hann var meinyrtur og hlífðarlaus við mót- stöðumenn sína og lét svipuhöggin dynja á þeim, hvenær sem hann sá þess færi. Ræður Gladstones voru langar, nákvæmar, fullar af röksemd- um og sannfærandi krafti. Sem ræðumanni hefur honum verið likt við fallandi foss, sem holar kletta og klungur með afli og þolinmæði. Gladstone hefur að maklegleikum orðið langfrægastur fyrir afskifti sin af Irlandsmálum. Irar hafa sjaldnast átt réttsýni eða sanngirni að fagna, þá er enskir stjórnmálamenn hafa fjallað um mál þeirra; þeir hafa oftast þurft að berjast móti öllum flokkum á þinginu. Pess vegna hata þeir Englendinga djúpt og innilega, en Englendingar gjalda þeim það með kúgun og ofbeldi. Eftir því sem Gladstone varð eldri og sjóndeildarhringur hans vikkaði, sá hann betur og betur, að Irar mundu aldrei sætta sig við yfirráð Englendinga, nema kjör þeirra væru bætt og málefni þeirra sýnt réttlæti. Þess vegna barðist hann fyrir því, að enska kirkjan væri afnumin sem ríkiskirkja á Irlandi og hafði það mál frarn 1868 og 18 árum síðar bar hinn áttræði öldungur upp frumvarp um,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.