Eimreiðin - 01.01.1907, Side 12
12
eigi saman um höfunda né föðurland kvæðanna. Eitt af mörgu,
sem Finnur færði fram og til sönnunar málstað sínum og skoðun,
að kvæði eitt, sem hann nefndi, væri í Grænlandi kveðið, var
draumur, sem frá segir í kvæðinu. Skáldið eða söguhetjuna, sem
skáldið kveður um, dreymir ísabjörn; »veit á hregg austan« segir
í kvæðinu.
Nú segir Finnur á þá leið, að þennan draum hafi Græn-
lending hlotið að dreyma, — »veit á hregg austan,« bendi til
þess, að birnir vóru á Grænlandsjöklum austur af bygðum Græn-
lendinga. En á Islandi vóru birnir eigi til og því getur kvæðið
ekki verið eftir Islending, segir hann.
Á þessa leið eru ummæli Finns, en eigi get ég fært þau til
orðrétt, því að Tímaritið hefi ég ekki í höndum, fer eftir minni
mínu. Eg hygg, að ég fari þó rétt með aðalefnið.
Eg er ekki fær um að gerast dómari í þessu máli. En
draum minn vil ég segja, sem mig dreymdi árum og vikum áður,
en ég las deilu doktoranna, og er hann á þá leið, að mig dreymdi
hvítabjörn mjög stóran og hefi ég aldrei séð skepnuna, nema
myndina. Mér þótti hann vera í heimalandi minu — austur af
bænum, og réði ég drauminn á þá leið, að austanhríð mundi
gera.
Og það rættist bráðlega, að vonda austanhríð gerði.
þessa draumsjón bar fyrir mig, þó að ég væri heima-alinn
íslendingur.
Nú fer ég að lúka máli mínu um þessi efni og gæti ég þó
lengt það um helming, því að efnið er nóg fyrir hendinni.
Pó skal ég bæta því við, að algengt er enn í dag, að dánir
menn sjáist á víð og dreif. En aldrei hefi ég séð þá, og þó vil
ég ekki rengia þá menn um sannsögli, sem orðið hafa varir
þeirra fyrirburða.
Pessháttar sýnir eru eigi ótrúlegri en draumsjónirnar, þegar
óframkomnir atburðir sjást í skuggsjá draumsins.
Alt er af einum og sama toga spunnið. Hvort um sig er
óskiljanlegt, þegar »vísindin« eru spurð úr spjörunum og þau látin
túlka málið.
En vísindin eru enn þá ekki orðin svo skygn, að þau sjái
alt sem er ofan jarðar — því síður það, sem falið er í djúpi