Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 44
44
háttum og hljómmiklu rimi, bæði mál og efni. Rímið varð aðal-
atribi, alt annað aukaatriði. Pjóðin gein — og gín enn — við
öllum skollanum, ef það var —■ og er — dýrt og slétt. Mörg
kvæði núlifandi þjóðskálda vorra eru ekkert nema rím, og það
stirt á stundum, málið afleitt og efnið ekkert. Á ég einkum við
eldri skáldin, sem eru að jafnaði hroðvirkari en hin yngri. Hér
er örstutt sýnishorn eftir »lárviðarskáldið« sjálft, Matthías Joch-
umsson:
»Fósturlandsins freyja,
fagra Vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís!«
Hafa menn veitt því eftirtekt, hve þetta þjóðkvæði þjóðskáldsins
fer laglega úr hlaði? Hvar eru hugsanirnar, myndirnar, líkingarnar,
tilfinningarnar, krafturinn og fjörið í þessum vísuorðum, sem sungin
eru í hverju gildi og hljóma á hverri vör? En sú oröahrúga!
»Fósturlandsins freyja«, »Vanadís« á undan þrenningunni: »móðir,
kona, meyja«! sfat kallið þér« hortitti! Eða þá málið! «Meðtak
lof og prís«. Drottinn minn dýri! Fað er ekki á allra færi að
raða svo mörgum gimsteinum saman í ekki lengra máli.
Pað verður naumast nokkurt kvæði eða erindi almannaeign á
íslandi, ef kveðandin er ekki dýr og hljómandi, næstum því
hvernig svo sem efnið er. Pað er höfuðskilyrði þess, að ljóð
hljóti alþýðuhylli, ef þau eru ekki sungin undir fögrum lögum.
En það spillir ekki fyrir, að málið sé íslenzkt, fagurt og lifandi,
einkum nú, er Edduhnoðið hverfur smámsaman úr sögunni, sem
mál var á. Pað er dautt og litlaust, málar ekkert og lýsir engu.
Islendingum er yndi að liprum, látlausum og velkveðnum vísum —
þótt þeir séu svo ókostvandir í hina röndina, sem drepið var á.
— Má ekki gleyma því, að mörg snotur stakan hefir hrotið ís-
lenzkum hagyrðingum og skáldum af munni og lifað í minnum
manna. Fær hafa slæðst með öllum soranum, sem minkar óðum,
er menning og smekkvísi vaxa. Porsteinn hefir auðkent vísur
þessar þannig:
xfær eru margar lærðar lítt,
leita skamt til fanga;
en þær klappa yndisþýtt,
eins og börn á vanga«.