Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 33
33 án nokkurs menningarmóts; allvíða — norðantil og inn í fjall- dölunum — var þar engin föst bygð fyr en á járnöldinni, eða jafnvel sjálfri víkingaöldinni. í Danmörku og sumpart líka í Sví- þjóð bjuggu menn víða saman í sveitaþorpum og voru í eins konar samvinnu, er vandi menn á samtök og félagsskap; en í dölunum í Noregi var strjálbygð, sem gerði menn sjálfstæða og helzt til upp með sér. Það var stéttarmunur á höfðingjunum á vesturströnd Noregs, sem létu hið dökkhærða skuldalið sitt fara í síldfaski og selveiðar, en réðust sjálfir í víking og finnferðir, og á hinum óbrotnari landbændum í Prændalögum og Guðbrands- dölum. 'Og svipaður stéttarmunur var og á herramönnunum á eyjunum í Danmörku og hinutn ómengaðri bændalýð á Vestur- Jótlandi. Hvarvetna var fult af andstæðum, sem valdið gátu um- brotum. í hverju héraði gat sprottið upp eitthvað, sem önnur héruð gátu tekið upp, og jafnframt voru þessar séreinkunnir svo yfirgripsmiklar, að þær gátu orðið að sérstökum þjóðareinkennum. Að Norðurlandabúar á víkingaöldinni þrátt fyrir þetta alt saman koma fram sem ein heild í tungu og menning, er einkum að þakka þeim mörgu höfðingjasetrum, sem voru dreifð um öll löndin. Hjá höfðingjunum fer saman ættgöfgi og landagnótt og yfirráð stærri eða minni héraða. Peir voru ýmist konungar, stærri eða minni, jarlar eða hersar — allir voru þeir heiðverðir menn, tignarmenn. Peir létu til sín taka sem formælendur og for- göngumenn á þingum, sem goðar heima í héraði (því sérstaka prestastétt hafa menn naumast haft nema við Uppsalahofið) og sem foringjar í hernaði; en langmesta stoð hafði þó vald þeirra í her- skáu liði, er þeir jafnan höfðu í fylgd með sér. Petta fylgdarlið er nefnt ýmsum nöfnum: »vinir«, »sinnar«, »heimþegar«, »sverð- takarar«, »húskarlar«, »inndrótt«, »verðung« o. s. frv.; undir lok víkingaaldarinnar verður nafnið »hirð« algengast, þó það sé aðfengið úr engilsaxnesku. Petta eiðsvarna fylgdarlið, sem varð að ganga í dauðann fyrir drottinn sinn, var margra alda gamalt, en þegar konungsvaldið, hernaðarlífið og gullstraumurinn tók að vaxa, fékk hirðlífið meiri glæsibrag en áður. Margir ættgöfgir æskumenn töldu sér því fremd í því að þjóna voldugum höfðingja, unz þeir gátu sjálfir skipað öndvegi feðra sinna í heimabygðunum. Pá gerði það ekki hvað minst, að skáldin leituðu nú til höfðingja- hallanna, stundum sem gestir, en oftast sem hirðmenn; því hvort sem þau kváðu lofkvæði um samtíðarhöfðingja eða um hetjulíf 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.