Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Side 27

Eimreiðin - 01.01.1907, Side 27
2 7 Næsta þjóðríkið er Danmörk. Eins og »Frankar« og »Saxar« koma upp hjá Germönum, sem nöfn á allstórum þjóðflokkum, eins verða — er smáflokkarnir hverfa — »Jótar« og »Danir« einu þjóðernisnöfnin; Jótar á Jótlandsskaga, en Danir á Sjálandi og Skáni. Forn munnmæli segja, að Danir — þjóðflokkur í Suður- Skandínavíu — haíi fyrst getið sér orðstír með því að reka annan þjóðflokk, Hendla, frá bólstöðum þeirra. Hetjukvæði frá seinni tímum gera oss mögulegt að skygnast dálítið inn í þá styrjaldar- öld, er næst kom — þjóðaflakksöldina —, þegar hver þjóðflokkur reynir að færa út kvíarnar með því að þrengja kosti annars. I Hleiðru fær Hróar konungur og hinn herskái bróðurson hans Hróðúlfur (Hrólfur) ekki að sitja i friði, fyr en þeir hafa unnið bug á Haðbörðum, sem koma yfir Eystrasalt og ráðast á þá. Konungs- ættir Svía og Jóta klóast öndverðir sem átfrekir ernir. Skömmu síðar hafa Jótar gengið á hönd Danakonungi, án þess vér vitum, hvernig það hefir atvikast. Sagan segir, að það hafi verið Har- aldur hilditönn, sem eyddi öllum smáríkjum í Danmörku, og félli síðan á Gautlandi, í Brávallabardaga. Pegar vér aftur sjáum Dan- mörku í fullri dagsbirtu á víkingaöldinni, er ríkiseiningin orðin svo föst og fullkomin, að ekki verður við haggað. Og það er þá eigi »Danmörk« ein, það svæði, sem Danir byggja, heldur og »Dana- veldi«, sem hefir lagt nálæg héruð undir sig: Víkina í Noregi, nokkurn hluta Vindlands og er í aðsigi með að slá hrammi sínum á enn fleiri lönd. Noregur verður síðastur til að mynda ríki eða þjóðland. f*ar var hvert konungsfylki fjöllum girt; þar geymdust þúsund ára siðir í þröngum dölum. Par gat samskonar ríkissöfnun, og fram hafði farið í Danmörku og Svíþjóð, ekki átt upptök annarstaðar en í hinum breiðu bygðum suðausturlandsins, kringum Víkina og Mjörs. Og hún hefst ekki fyr en komið er langt fram á 9. öld. En þá fer hún líka fram með svo skjótri svipan og með svo miklu afli, að viðburðirnir verða harla sögulegir. Par rekur hver sýningin aðra, og eru allar tengdar við sama þjóðkonunginn: her- liðið, sem flykkist að sigurvegaranum örláta; fylkiskonungurinn, sem safnar liði, rís úr konungssæti sínu og sezt í jarlssæti og fer því næst til móts við drotnarann nýja til að ganga honum á hönd; eða þá í öðru héraði, þar sem allir fylkiskonungarnir taka höndum saman, en bíða ósigur í blóðugri sjóorustu, en einstöku sérvitr-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.