Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 27
2 7 Næsta þjóðríkið er Danmörk. Eins og »Frankar« og »Saxar« koma upp hjá Germönum, sem nöfn á allstórum þjóðflokkum, eins verða — er smáflokkarnir hverfa — »Jótar« og »Danir« einu þjóðernisnöfnin; Jótar á Jótlandsskaga, en Danir á Sjálandi og Skáni. Forn munnmæli segja, að Danir — þjóðflokkur í Suður- Skandínavíu — haíi fyrst getið sér orðstír með því að reka annan þjóðflokk, Hendla, frá bólstöðum þeirra. Hetjukvæði frá seinni tímum gera oss mögulegt að skygnast dálítið inn í þá styrjaldar- öld, er næst kom — þjóðaflakksöldina —, þegar hver þjóðflokkur reynir að færa út kvíarnar með því að þrengja kosti annars. I Hleiðru fær Hróar konungur og hinn herskái bróðurson hans Hróðúlfur (Hrólfur) ekki að sitja i friði, fyr en þeir hafa unnið bug á Haðbörðum, sem koma yfir Eystrasalt og ráðast á þá. Konungs- ættir Svía og Jóta klóast öndverðir sem átfrekir ernir. Skömmu síðar hafa Jótar gengið á hönd Danakonungi, án þess vér vitum, hvernig það hefir atvikast. Sagan segir, að það hafi verið Har- aldur hilditönn, sem eyddi öllum smáríkjum í Danmörku, og félli síðan á Gautlandi, í Brávallabardaga. Pegar vér aftur sjáum Dan- mörku í fullri dagsbirtu á víkingaöldinni, er ríkiseiningin orðin svo föst og fullkomin, að ekki verður við haggað. Og það er þá eigi »Danmörk« ein, það svæði, sem Danir byggja, heldur og »Dana- veldi«, sem hefir lagt nálæg héruð undir sig: Víkina í Noregi, nokkurn hluta Vindlands og er í aðsigi með að slá hrammi sínum á enn fleiri lönd. Noregur verður síðastur til að mynda ríki eða þjóðland. f*ar var hvert konungsfylki fjöllum girt; þar geymdust þúsund ára siðir í þröngum dölum. Par gat samskonar ríkissöfnun, og fram hafði farið í Danmörku og Svíþjóð, ekki átt upptök annarstaðar en í hinum breiðu bygðum suðausturlandsins, kringum Víkina og Mjörs. Og hún hefst ekki fyr en komið er langt fram á 9. öld. En þá fer hún líka fram með svo skjótri svipan og með svo miklu afli, að viðburðirnir verða harla sögulegir. Par rekur hver sýningin aðra, og eru allar tengdar við sama þjóðkonunginn: her- liðið, sem flykkist að sigurvegaranum örláta; fylkiskonungurinn, sem safnar liði, rís úr konungssæti sínu og sezt í jarlssæti og fer því næst til móts við drotnarann nýja til að ganga honum á hönd; eða þá í öðru héraði, þar sem allir fylkiskonungarnir taka höndum saman, en bíða ósigur í blóðugri sjóorustu, en einstöku sérvitr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.