Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 22
22 Gerum ráð fyrir, að þetta samband væri fullkomið í mannfélaginu. í’á yrði heimurinn fullkomin veröld. Athugum nú eitt — ég hefi ein- ungis tíma til að drepa á það með sárfáum orðum, sem við þyrfti vand- legrar útlistunar. Yrði mannkynið gjört fullkomlega trúrækið, kæmist það, með öðrum orðum, í rétt samfélag við Guð, þá hættu boðorðabrot og brestir, glæpaverk hyrfu af jörðunni, örbirgð yrði ekki til. Ef allir menn í veröldu, sem í dag lifa, hlýddu Guðs lögmáli, elskuðu og aðstoð veittu hverir öðrum, mundi öreigavolæðið óðum hverfa úr sögunni; sjúk- dómar færi sömu leið, því að þeir þýða æfinlega brot á Guðs milda og kærleiksríka lögmáli — á einhvern hátt. Svik í viðskiftum mundu hætta; spilling í allsherjardeilum sömuleiðis; harðstjórn annarsvegar og auðvirði- leg þrælslund hinsvegar liði líka undir lok. Styrjaldir mundu og hætta, enda mundu allir menn kannast hyerir við frændsemi annarra eins og bræður undir einu og sama þaki hins sameiginlega föður. Alt böl, í einu orði að segja, mundi hverfa, yrði veröldin fullkomlega guðrækin, eða kæmust allir menn í rétt samfélag við Guð og rétt samband hverir við aðra. Hefur yður nokkurntíma komið það í hug, að siðmenning vor nær þangað að og er ekki lengra komin en að vér trúum á Guð ? Það eru ekki málþræðir eða talþræðir, járnbrautir né gandar rafmagnsins né flugbelgir og loftför, né heldur skipin, sem þekja höf og hafnir, ekki heldur nokkrar undravélar eða nýjar uppgötvanir eða lírræði til að fá vald yfir veraldarinnar frumefnum og höfuðskepnum, — ekkert af þessu er það, sem veitir mönnum sanna siðmenning. Það eru ekki bókmentir, ekki sönglist, braglist né aðrar listir, sem gjöra heiminn góðan. Herbert Spencer — maður sem ekki er ráðlegt að rengja, sízt sé spurningin skoðuð frá þessari hlið — hann segir oss í bók þeirri, er hann síðast samdi, rétt á undan dauða sínum, að framfarir mannvitsins í heiminum sé alls ekki skilyrðislaust samfara framförum í siðgæði. Ment- aður vitsmunamaður geti hæglega orðið því viðsjálara varmenni. Enginn verði skilyrðislaust góður maður, þótt numið hafi bókmentir, listir eða söng. Slíkt veitir ekki sjálfsagða siðmenning. Þar kemur fram hugsun, tilfinning og mentun aldarfarsins, en slíkt lyftir hvorki né leiðir upp á við að sjálfsögðu. Forngrikkir, og síðar meir ítalir — á endurfæðingartíma lista og vísinda — sýna oss þann sannleik, að bókfræði og listir, mælska og málaraíþrótt geti orðið samfara óumræðilegri siðaspilling jafnt ein- stakra manna sem alls mannfélagsins. Hvað er það, sem gjörir menn betri? Það er blátt áfram efling elsku og hluttekningarsemi, réttlætistilfinningar, fúsleikans til félagsskapar við meðbræðurna, það er hjálpfýsi og líknsemi, og ennfremur hinir and- legu mann- og kvennkostir, guðræknin og gæzkan, sem lyftir og vekur veglyndi -— helgar siðmenninguna. Hví mundi ég vera maður betri fyrir það, þótt mái mitt berist lengra en fimtíu skref og ég geti talað við mann frá Genf norður í París, frá París til Lundúna, frá New York til Chicago. Sú vegalengd, sem mál mitt heyrist, er miður áríðandi, en hvern mann ég hefi að geyma, þegar ég tala, eða hvað það er, sem ég tala. Þegar faðir minn fæddist 1794, gat enginn þálifandi maður ferðast fljótar yfir, en Abraham gat. Allar hinar undramiklu breytingar hafa orðið síðan. En hvað mundi það þýða, þótt ég ferðaðist ótal rastir vegar á einni klukkustund, í stað fimm eða sex? Það er hagræði mikið, en ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.