Eimreiðin - 01.01.1907, Side 16
i6
smámsaman og sem leiddi tii nálega fullrar ánauðar á ný í trúarefnum.
Og samvizkufrelsisins gætti lítið, eins og á stóð, og lærdómurinn um
réttlætinguna af trúnni varð dauð rétttrúun — eða öfgar. En hugsunar-
frelsið var þó orðið allsherjar krafa, og þessi sannleikskjarni siðabótar-
innar lifði alla storma. Þó hefði hann eflaust dáið út og hin mikla
hreyfing orðið til ónýtis, hefði endurfæðing vísinda og nýrrar sið-
menningar ekki áður verið komin sem aðal-kveykiefni álfunnar. Hin
vaxandi vísindi og mentun, fyfst hinn svonefndi húmanismi, en síðan
rannsókna- og náttúruþekking (krítík og natúralismi) hefur undir niðri
haft ráð hinna endurbættu kirkjudeilda í höndum sér, og enginn þekkir
ailsherjarsöguna að ráði, sem ekki sér og veit, að kirkjur nútímans eru,
sem stofnanir, alveg háðar veraldarráðum og vísindum, eins og Tolstoi
kemst að orði. Og þótt ýmsir flokkar fari lausir og prédiki iðrun og
yfirbót, þótt oftrúaruppþot (revivals), heimatrúboð, frelsisher og ótal æs-
ingar fari eins og stormbvljir um lönd og borgir, hreyfist lítið né minkar
sú mótsögn, sem hér er mergur málsins. Ályktunin verður og engin
önnur en sú, að ávextir hinnar gömlu siðabótar hafa sem komið er meira
lent utan kirknanna en innan —- lent í þekking og vísindum, í vax-
andi frelsi, mannúð, líknarstofnunum. Eða hvar er sú trú (d : kristin-
dómur), sem auðsýnir sig í verkunum nú á dögum? Er hún ekki eins
utan kirknanna sem innan, eins hjá þeim, sem ekki fylgja kirkjum og
kirkjutrú, eins og meðal hinna, sem kalla sig kirkjufólk, rétttrúaða eða
»heilaga«? Þessu er ekki til neins að neita. Hitt er satt, að guðræknir
menn breyta betur en óguðlegir, en trúarjátningar ráða ekki í breytni
manna. Og þessi sannreynd hefur smámsaman skapað þá allsherjar lífs-
skoðun nútímans, að ekki kirkjutrú, heldur lífsbreytni og manngildið (karak-
térinn) ráði mestu um sálarheill manna. En þá er að svara í fám orðum
hinu, hverju kirkjan slepti við siðabótina. Því er skjótt svarað. Hún
slepti heljarvaldi páfa, kirkju og kirkjuþinga; en um leið varð hún að
sleppa fornum kristinrétti (decretalia), lögsögu og dómsvaldi; biskupa-
valdið minkaði stórum eða hvarf í hendur konungum eða söfnuðum,
enda hvarf um leið erfðavaldið (successio apostolorum); þá fór og
sannfæringarvaldið, hinn mikli sakeyrir og yfirsókn í einka- og sifja-
málum, skriftamálum, fátækramálum, líknar- og iækningastofnunum. Enn-
fremur slepti kirkjan smámsaman öndvegissæti sínu við háskólana, og
eins gengu listir og íþróttir henni úr greipum, en áður var hún »móðir
alira lista«. Sömu leið fóru eignir, ítök, gullhrúgur og gersemar, sálu-
gjafir og hvað annað, —• nálega alt varð landshöfðingjunum að bráð,
að minsta kosti þar sem lúth, kirkjur áttu hlut að máli. Hverju héldu
svo þessar kirkjur eftir að lokum? Af réttindum ekki öðru en boðun
orðsins og þjónustu sakramentanna, sem orðin voru tvö, í staðinn fyrir sjö.
En með þessu öllu er eingöngu bent á það ytra; mótsögnin liggur
dýpra. Vér sögðum, að þrátt fyrir hinar ytri afturfarir fylgdi hinum
endurbættu kirkjum fjöldinn og völdin. Þessu veldur, eins og áður er
sagt, sannleikskjarni kristindómsins, eða það »guðsríki«, er í honum
felst gegnum allar breytingar tímanna og kenninganna breytingar. »Vér
kennum of margt, en ekki nógu mikið«, sagði nýlega prestur einn í
hinum rétttrúaða Noregi. »Kennum nú þrjú fyrstu guðspjöllin eintóm;
það mundi, ef vel væri gert, verða þyngra á metunum en allur hinn