Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 23
23 er sagt, að ég verði maður betri fyrir þá sök, og sama er að segja um þær erindagjörðir, sem ég rek. þær þurfa ekki að vera mildari, veg- lyndari eða merkilegri fyrir það, Það sem gjörir oss sannmentaða er það, hvað vér erum, en ekki hvað vér getum gjört eða hvað fljótt og furðulega það er afrekað. Hið eina, sem oss mestu varðar í veröldinni, er þá þessi tegund trúarbragða, sem ég hér um ræði, að komast í rétt samfélag við Guð og náunga vora. Þetta er einkavon veraldarinnar. Nú er ég kominn að því að tala nokkrar mínútur um kirkjuna og hennar samband við þá trúartegund, sem ég hefi hingað til verið um að tala. Kirkjan á hvaða tímabili sögunnar sem er — og þegar ég hér tala um kirkju, innilyk ég í nafninu hof og musteri hvers konar trúar- bragða sem eru — kirkjan er hin einasta stofnun fyrir trúarlíf manna hvar og á hvaða tíma sem hún er til, og ber einkunnir þjóðar þess tíma. Gamli presturinn á Nýja-Englandi sagði mikið sannleiksorð með fyndnu spaugsyrði um kirkju þá, er hann þjónaði. Hann sagði að ef Drotni þóknaðist að stofna kirkju eða söfnuð á þeim stað, þá yrði hann að byggja úr því fóiki, sem þar væri fyrir. Vildu menn stofna trúarfé- lag á einhverju tímabili veraldarsögunnar, og á hvaða stað sem væri undir himninum, mættum vér búast við, að það yrði líkt þeirri þjóð, sem þar byggi fyrir — mættum búast við, að hún væri þröngsýn, skamt komin í skilningi, hjátrúarfull og grimmlynd, ef slíkir eiginleikar einkendu tíma þeirrar þjóðar. En það vildi ég hafa tekið fram, sem ég og álít að sé hinn mesti sannleiki, að ég álít að kirkjan sé hin bezta og þýðingarmesta stofnun á jarðríki. Það hefur hún ávalt verið, og það mun hún ávalt verða. Hvers vegna? Vegna þess að hún er hin einasta stofnun, sem ávalt hefur til verið, sú er hefur fyrir beinlínis markmið að gjöra menn- ina eins og þeir eiga að vera og koma þeim í rétt samband við Guð og hverjum við aðra. Það hefur engin önnur stofnun til verið, né getur orðið til, nema hún verði kirkja, sú er þann beina tilgang og markmið hefur. Látum þá kirkjuna vera svo ófullkomna, sem vill, og þótt hún á vissum tímum sé bæði hjátrúarfull og grimmlynd; minnumst einungis þess, að tíminn var ekki betri. Oss verður á stundum að dæma Kalvín eins og hann hefði verið hinn eini grimdarseggur sinnar tíðar, fyrir þá sök að Servetus var brendur á báli með hans ráði. En voru önnur félög og stofnanir á Kalvíns dögum vitrar, fijálslyndar, mannúðlegar og mildar, og hann einn undantekning? Hann var barn sinna tíma. Og nú vil ég benda fingri mínum á það, sem ég álít að sé sérstaklegasti, einkennileg- asti og skaðlegasti galli kirkjunnar á öllum öldum, það sem verið hefur rót og uppruni að flestu illu, sem fylgt hefur kirkjunni í verki hennar og framkvæmd. Hefði ég tíma til, hefði ég bent á, hverjar bætur fylgdu því böli, en því verður að sleppa í þetta sinn. Þessi mikli löstur kirkj- unnar hefur æ verið helgivald hennar og gjörsamlega órökstuddu óskeik- unarkröfur. Til síðustu tíma hefur hvert kirkjufélag í heiminum þózt vera óskeikandi, þózt tala í Guðs umboði, stýra og stjórna mönnum eftir Guðs sannleiksorði og fyrir Guðs kraft. Af þessu hafa sprottið ná- lega allar hörmungar í kirkjusögunni. Hví var Jesús leiddur út og færður á föstudaginn langa til þess staðar, þar sem hann var krossfestur? hví látinn hanga þar milli himins og jarðar í ofraun kvalanna alt til þess er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.