Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Side 10

Eimreiðin - 01.01.1907, Side 10
IO áður en verzlunin brann, og þýddi á þá leið, að nú mundi »Húsa- víkurverzlun« vera skammlíf á einhvern hátt. Pá hafði hún átt lengi í hörðu höggi við Kaupfélag Pingeyinga og kom honum í hug, að hún mundi verða lögð niður eða seld. En á þann hátt rættist draumurinn, að eldurinn gleypti hana — um sinn. Annan draum vil ég nefna, sem konu dreymdi um sama leyti. Sú kona var Unnur Benediktsdóttir, skáldmær (»Hulda«). Hún þóttist vera stödd í Húsavík, sem hún var þá, og ganga suður brautina. Pegar hún kom suður fyrir verzlunarhúsin, mætir henni maður, sem kom sunnan úr héraðinu, ferðmikill og gustillur og stóð henni þegar stuggur af dólginum, svo að hún sneri við og hörfaði undan, á þá leið sem hún kom. Pó spyr hún manninn að nafni, en hann gegndi á þessa leið: »Pegar ég var á ferð seinast, í desember, þá dró ég rauðan slóðann.« Mikli bruninn (fyrri bruninn) á Akureyri hafði þá orðið, í næsta desember á undan. — Unnur sagði eigi drauminn svo ég viti, fyr en karlinn með »rauða slóðann« var- genginn um garð á Húsavík. En svo er hún merk kona í orðum sínum, að enginn maður, sem er henni kunnugur, vænir hana þess, að hún hafi ort drauminn eða búið hann til. Aðra dóttur Benedikts á Auðnum dreymdi draum, sem var álíka merkilegur, áður bærinn brann að Litlulaugum í Reykjadal. Bar var húsfreyja þriðja dóttir Benedikts, systir draumkonunnar. Hún þóttist vera stödd úti á Auðnum í Laxárdal og sá mann koma vestan af heiðinni, sem er milli Litlulauga og Auðna. Eldur lék um hár hans og höfuð. Hann nefndist Logi. Betta mælti hann, þegar þau fundust: »Nú er ég búinn að ganga um garð á Litlulaugum«. Skömmu síðar brann bærinn. I'orra manna dreymir helzt fyrir gestkomum og daglátum veðranna, og hefi ég oft verið vottur að þeim draumsögum og að því, að þær hafa ræzt. En þó að draumar séu löngum smávægilegir, geta þeir verið góðir og markverðir alt að einu. Einu sinni, þegar ég var um tvítugt, svaf ég hjá húskarli föður míns í framhýsi. Kvöld eitt sofnaði hann fyrri en ég og lá ég vakandi við hlið hans. Begar hann heíir sofið um stund, tekur hann snöggan kipp í rúminu, svo að hann vaknaði af. Ég

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.